Lífið

Spilar víða um Evrópu

Hljómsveitin Árstíðir ætlar að spila á tónlistarhátíðum víða um Evrópu í sumar.
Hljómsveitin Árstíðir ætlar að spila á tónlistarhátíðum víða um Evrópu í sumar.
Þjóðlagahljómsveitin Árstíðir ætlar að spila á tónlistarhátíðum í Þýskalandi, Ungverjalandi, Póllandi og víðar í júlí og ágúst. Áður en sveitin fer út ætlar hún að loka sig af í hljóðveri ásamt upptökustjórunum Ólafi Arnalds og Styrmi Haukssyni og vinna að næstu plötu sinni, sem er væntanleg með haustinu.

Næstu tónleikar Árstíða verða á föstudaginn á Café Rosenberg, þar sem gestum gefst tækifæri til að heyra lög af nýju plötunni auk eldri laga. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og er aðgangseyrir 1.500 krónur.

Hér fyrir ofan má sjá myndband sem hljómsveitin tók upp við lagið Brestir í Flatey á Breiðafirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.