Er sett of mikið fé í íslenska háskóla? Friðrik Már Baldursson skrifar 11. janúar 2011 06:00 Í umræðu um háskólamál á Íslandi er oft staðhæft að íslenska háskólakerfið sé dýrt og óhagkvæmt og þar hljóti að vera hægt að hagræða og ná fram miklum sparnaði. Eins og í öðrum málaflokkum er rétt og skylt að leita að leiðum til að fá sem mest fyrir það fé sem varið er til háskólamála. En er eytt of miklu fé í háskóla á Íslandi? Nýútkomin skýrsla OECD (Education at a Glance, 2010) er hafsjór af tölulegum upplýsingum um menntakerfi OECD-ríkja. Þar kemur fram að af OECD-ríkjum verja Íslendingar mestu fé til menntamála: Menntakerfi okkar kostar 7,8% af landsframleiðslu (öll skólastig árið 2008), en að jafnaði verja OECD-ríkin rúmum 6% af landsframleiðslu til menntamála; næst okkur koma Bandaríkin með 7,6% af landsframleiðslu. Þessi mynd snýst við þegar litið er til háskólastigsins því aðeins var ráðstafað 1,2% af landsframleiðslu til þess á Íslandi samanborið við 2% í OECD; það þyrfti því að nærfellt tvöfalda útgjöld til háskólamála á Íslandi til að færa landið í OECD-meðaltalið. Bandaríkin, sem koma næst Íslandi hvað varðar útgjöld til menntamála í heild, verja næstum þrefalt meira af þjóðartekjum en Íslendingar til háskólastigsins. Aðeins Slóvakía, Brasilía, Ungverjaland og Ítalía verja lægra hlutfalli til þessa málaflokks en Ísland. Rétt er að taka fram að þetta eru heildarútgjöld til háskólastigsins og innifela bæði framlög hins opinbera og einkaaðila. Í flestum Evrópuríkjum og sér í lagi á öllum Norðurlöndunum eru háskólar fjármagnaðir að langmestu leyti af hinu opinbera; í Bandaríkjunum sjá opinberir aðilar aðeins fyrir um 30% af því fé sem varið er til háskólastigsins, en engu að síður er framlag hins opinbera svipað að tiltölu við landsframleiðslu og á Íslandi, eða um 1%. Ísland setur því tiltölulega lítið fé í háskólakennslu þrátt fyrir að vera með hæstu útgjöld til menntamála í OECD. Það er vel þekkt að Íslendingar hafa gjarnan leitað til útlanda eftir háskólanámi. Það kann að skýra lágt hlutfall útgjalda til háskólastigsins að einhverju leyti. En skýrsla OECD ber einnig saman kostnað við hvern nemanda á mismunandi skólastigum. Í þeim samanburði kemur í ljós að kostnaður við hvern háskólanema á Íslandi er mjög lágur. Raunar er Ísland er eina ríkið innan OECD þar sem kostnaður á hvern háskólanema er lægri en kostnaður við hvern grunnskólanema. Eistland kemur næst okkur á þennan mælikvarða, en þar er kostnaður við háskólanema og grunnskólanema sá sami. Í flestum ríkjum innan OECD er kostnaður við háskólanema a.m.k. 50% hærri en við grunnskólanema og í um helmingi þeirra er meira en tvöfalt meiri kostnaður við háskólanema en við grunnskólanema - þar á meðal eru t.d. Bandaríkin, Þýskaland, Svíþjóð og Finnland. Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað varðar hlutfall háskólamenntaðs fólks. Við erum að vísu enn yfir OECD-meðaltalinu hvað varðar háskólamenntun fullorðinna einstaklinga en það er að breytast því í hópi 25-34 ára erum við undir meðaltali OECD-ríkjanna. Á hinum Norðurlöndunum hafa t.d. um eða yfir 40% fólks á aldrinum 25-34 ára lokið háskólaprófi en þetta hlutfall er um 33% hér á landi. Menntun er ein helsta undirstaða nýsköpunar, framfara og betri lífskjara þjóða. Það má segja að Íslendingar hafi komist upp með að mennta sig ekki eins mikið og aðrar þjóðir: Gjöfular auðlindir til lands og sjávar hafa gert okkur kleift að halda uppi góðum lífskjörum þrátt fyrir tiltölulega lágt menntunarstig, t.d. samanborið við hin Norðurlöndin. En auðlindanýting okkar er komin að ákveðnum mörkum og bætt lífskjör á Íslandi verða að byggja á fjárfestingu í hugviti og þekkingu rétt eins og hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Öflugur háskólageiri er því enginn lúxus heldur brýn nauðsyn. Alþjóðlegur samanburður leiðir í ljós að það er langt frá því að bruðlað sé í fjárveitingum til háskóla á Íslandi. Það er ekki sett of mikið fé í íslenska háskóla - hið gagnstæða er nær sanni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um háskólamál á Íslandi er oft staðhæft að íslenska háskólakerfið sé dýrt og óhagkvæmt og þar hljóti að vera hægt að hagræða og ná fram miklum sparnaði. Eins og í öðrum málaflokkum er rétt og skylt að leita að leiðum til að fá sem mest fyrir það fé sem varið er til háskólamála. En er eytt of miklu fé í háskóla á Íslandi? Nýútkomin skýrsla OECD (Education at a Glance, 2010) er hafsjór af tölulegum upplýsingum um menntakerfi OECD-ríkja. Þar kemur fram að af OECD-ríkjum verja Íslendingar mestu fé til menntamála: Menntakerfi okkar kostar 7,8% af landsframleiðslu (öll skólastig árið 2008), en að jafnaði verja OECD-ríkin rúmum 6% af landsframleiðslu til menntamála; næst okkur koma Bandaríkin með 7,6% af landsframleiðslu. Þessi mynd snýst við þegar litið er til háskólastigsins því aðeins var ráðstafað 1,2% af landsframleiðslu til þess á Íslandi samanborið við 2% í OECD; það þyrfti því að nærfellt tvöfalda útgjöld til háskólamála á Íslandi til að færa landið í OECD-meðaltalið. Bandaríkin, sem koma næst Íslandi hvað varðar útgjöld til menntamála í heild, verja næstum þrefalt meira af þjóðartekjum en Íslendingar til háskólastigsins. Aðeins Slóvakía, Brasilía, Ungverjaland og Ítalía verja lægra hlutfalli til þessa málaflokks en Ísland. Rétt er að taka fram að þetta eru heildarútgjöld til háskólastigsins og innifela bæði framlög hins opinbera og einkaaðila. Í flestum Evrópuríkjum og sér í lagi á öllum Norðurlöndunum eru háskólar fjármagnaðir að langmestu leyti af hinu opinbera; í Bandaríkjunum sjá opinberir aðilar aðeins fyrir um 30% af því fé sem varið er til háskólastigsins, en engu að síður er framlag hins opinbera svipað að tiltölu við landsframleiðslu og á Íslandi, eða um 1%. Ísland setur því tiltölulega lítið fé í háskólakennslu þrátt fyrir að vera með hæstu útgjöld til menntamála í OECD. Það er vel þekkt að Íslendingar hafa gjarnan leitað til útlanda eftir háskólanámi. Það kann að skýra lágt hlutfall útgjalda til háskólastigsins að einhverju leyti. En skýrsla OECD ber einnig saman kostnað við hvern nemanda á mismunandi skólastigum. Í þeim samanburði kemur í ljós að kostnaður við hvern háskólanema á Íslandi er mjög lágur. Raunar er Ísland er eina ríkið innan OECD þar sem kostnaður á hvern háskólanema er lægri en kostnaður við hvern grunnskólanema. Eistland kemur næst okkur á þennan mælikvarða, en þar er kostnaður við háskólanema og grunnskólanema sá sami. Í flestum ríkjum innan OECD er kostnaður við háskólanema a.m.k. 50% hærri en við grunnskólanema og í um helmingi þeirra er meira en tvöfalt meiri kostnaður við háskólanema en við grunnskólanema - þar á meðal eru t.d. Bandaríkin, Þýskaland, Svíþjóð og Finnland. Íslendingar eru að dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað varðar hlutfall háskólamenntaðs fólks. Við erum að vísu enn yfir OECD-meðaltalinu hvað varðar háskólamenntun fullorðinna einstaklinga en það er að breytast því í hópi 25-34 ára erum við undir meðaltali OECD-ríkjanna. Á hinum Norðurlöndunum hafa t.d. um eða yfir 40% fólks á aldrinum 25-34 ára lokið háskólaprófi en þetta hlutfall er um 33% hér á landi. Menntun er ein helsta undirstaða nýsköpunar, framfara og betri lífskjara þjóða. Það má segja að Íslendingar hafi komist upp með að mennta sig ekki eins mikið og aðrar þjóðir: Gjöfular auðlindir til lands og sjávar hafa gert okkur kleift að halda uppi góðum lífskjörum þrátt fyrir tiltölulega lágt menntunarstig, t.d. samanborið við hin Norðurlöndin. En auðlindanýting okkar er komin að ákveðnum mörkum og bætt lífskjör á Íslandi verða að byggja á fjárfestingu í hugviti og þekkingu rétt eins og hjá flestum nágrannaþjóðum okkar. Öflugur háskólageiri er því enginn lúxus heldur brýn nauðsyn. Alþjóðlegur samanburður leiðir í ljós að það er langt frá því að bruðlað sé í fjárveitingum til háskóla á Íslandi. Það er ekki sett of mikið fé í íslenska háskóla - hið gagnstæða er nær sanni.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar