Lífið

Johnny Depp ekki hrifinn af tækninni

Leikarinn er síður en svo hrifinn af nýjustu tækni.
Leikarinn er síður en svo hrifinn af nýjustu tækni.

Leikarinn Johnny Depp er ekki hrifinn af þeim tækninýjungum sem hafa orðið á undanförnum árum og breytingum á sjónvarpsefni. „Stundum langar mig að hlaupa öskrandi frá okkar heimi þar sem allt snýst um tækni, ágenga fjölmiðla og hið brjálæðislega raunveruleikasjónvarp,“ sagði Depp. „Við höfum misst öll tengsl við hið einfalda í lífinu. Við erum að tapa okkar sjálfstæðu persónuleikum.“

Depp býr í Frakklandi með fjölskyldu sinni og á einnig eyju í Karíbahafinu. „Eyjan hljómar kannski einum of en ég þarf einhvern stað þar sem ég get andað rólega og þarf ekki að hafa áhyggjur af myndatökum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.