Viðskipti erlent

Sjálfsmynd eftir Andy Warhol seld á tvo milljarða

Sjaldgæf sjálfsmynd eftir Andy Warhol seldist á uppboði hjá Christie´s í London fyrir 10,8 milljónir punda eða rétt rúmlega tvo milljarða kr.

Í umfjöllun um málið á BBC segir að verðið sem fékkst á uppboðinu var verulega hærra en menn áttu von á. Christie´s mat myndina á 3 til 5 milljónir punda.

Um er að ræða rautt silkiþrykk sem er 1,8x1,8 metrar að stærð. Kaupandinn óskaði nafnleyndar.

Andy Warhol bjó til þessa sjálfsmynd árið 1967 og var hún ein af 11 slíkum sem hann gerði það árið. Á þessum tíma var Warhol á hátindi ferils síns. Sjálfsmynd þessi hafði verið í einkaeigu síðan árið 1974.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×