Dæmi um börn séu með beinkröm vegna D-vítamínskorts Karen Kjartansdóttir skrifar 17. febrúar 2011 18:57 Dæmi er um að íslensk börn þjáist af svo alvarlegum D-vítamínskorti, að þau séu komin með beinkröm. Miklar líkur eru á því að þeir sem ekki taka lýsi yfir vetramánuðina þjáist af D-vítamínskorti. Þetta segir barna- og ofnæmislæknir. Líkami okkar fær D-vítamín á tvennan hátt, það er með sólarljósi og í gegnum D-vítamínríka fæðu. Það segir sig sjálft að á myrkum vetrarmánuðum á Íslandi gegnir fæðan mjög ríku hlutverki í þessu samhengi. Öldum saman reyndu Íslendingar að þreyja þorrann með því að snæða feitan fisk og taka inn fiskafurðina lýsi. Þetta gerðu þeir til að reyna að tryggja sig gegn beinkröm, sem stafar af D-vítamínskorti og getur meðal annars valdið afmyndun í beinum, þar sem D-vítamín veldur því að líkaminn getur nýtt kalk sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigð bein. Beinkröm var lengi landlægur sjúkdómur hér á landi en hvarf nær alveg eftir að skólar byrjuðu að gefa börnum lýsi. Nú hafa margir leikskólar og skólar hætt að gefa börnum lýsi í sparnaðarskyni og sumir foreldrar virðast ekki átta sig á því hve mikil hætta er á því að fólk fái D-vítamínskort yfir veturinn. Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir, segir að mjög nýleg dæmi séu um að börn þjáist af miklum D-vítamínskorti og séu jafnvel með beinkröm. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir á fæðuofnæmi og hefur mikinn áhuga á því hvernig fæða hefur áhrif á okkur. „Það er merkilegt að lýsi er ekkert voðalega gott á bragðið, í því er ekki mikil næring, maður verður ekki saddur af því og það getur jafnvel verið hættulegt að taka lýsi. Þrátt fyrir þetta hafa Íslendingar tekið lýsi í að minnsta kosti þúsund ár og það er ekki af tilefnislausu, lýsi er D-vítamínríkt og þar með lífsnauðsynlegt þar sem við fáum ekki nægt D-vítamín hér á Íslandi úr geislum sólar. Okkur skortir því D-vítamín allan veturinn ef við tökum ekki lýsi. En svo eru það omega-3 fitusýrurnar sem eru mikilvægar fyrir geðprýði okkar og vellíðan en þær fitusýrur fáum við einmitt líka úr lýsinu," segir Michael. Hann segir að lýsisneysla sé einkar mikilvæg nú þar sem einnig hafi dregið mjög úr fisk- og lýsisneyslu. Sólarljósið yfir vetrarmánuðina á Íslandi hefur hins vegar lítið aukist. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Dæmi er um að íslensk börn þjáist af svo alvarlegum D-vítamínskorti, að þau séu komin með beinkröm. Miklar líkur eru á því að þeir sem ekki taka lýsi yfir vetramánuðina þjáist af D-vítamínskorti. Þetta segir barna- og ofnæmislæknir. Líkami okkar fær D-vítamín á tvennan hátt, það er með sólarljósi og í gegnum D-vítamínríka fæðu. Það segir sig sjálft að á myrkum vetrarmánuðum á Íslandi gegnir fæðan mjög ríku hlutverki í þessu samhengi. Öldum saman reyndu Íslendingar að þreyja þorrann með því að snæða feitan fisk og taka inn fiskafurðina lýsi. Þetta gerðu þeir til að reyna að tryggja sig gegn beinkröm, sem stafar af D-vítamínskorti og getur meðal annars valdið afmyndun í beinum, þar sem D-vítamín veldur því að líkaminn getur nýtt kalk sem er nauðsynlegt fyrir heilbrigð bein. Beinkröm var lengi landlægur sjúkdómur hér á landi en hvarf nær alveg eftir að skólar byrjuðu að gefa börnum lýsi. Nú hafa margir leikskólar og skólar hætt að gefa börnum lýsi í sparnaðarskyni og sumir foreldrar virðast ekki átta sig á því hve mikil hætta er á því að fólk fái D-vítamínskort yfir veturinn. Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir, segir að mjög nýleg dæmi séu um að börn þjáist af miklum D-vítamínskorti og séu jafnvel með beinkröm. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir á fæðuofnæmi og hefur mikinn áhuga á því hvernig fæða hefur áhrif á okkur. „Það er merkilegt að lýsi er ekkert voðalega gott á bragðið, í því er ekki mikil næring, maður verður ekki saddur af því og það getur jafnvel verið hættulegt að taka lýsi. Þrátt fyrir þetta hafa Íslendingar tekið lýsi í að minnsta kosti þúsund ár og það er ekki af tilefnislausu, lýsi er D-vítamínríkt og þar með lífsnauðsynlegt þar sem við fáum ekki nægt D-vítamín hér á Íslandi úr geislum sólar. Okkur skortir því D-vítamín allan veturinn ef við tökum ekki lýsi. En svo eru það omega-3 fitusýrurnar sem eru mikilvægar fyrir geðprýði okkar og vellíðan en þær fitusýrur fáum við einmitt líka úr lýsinu," segir Michael. Hann segir að lýsisneysla sé einkar mikilvæg nú þar sem einnig hafi dregið mjög úr fisk- og lýsisneyslu. Sólarljósið yfir vetrarmánuðina á Íslandi hefur hins vegar lítið aukist.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira