Utanríkisþjónustan lætur verkin tala Össur Skarphéðinsson skrifar 6. desember 2011 06:00 Skugga kalda stríðsins lagði löngum yfir samskipti Íslands og Rússlands. Í dag eru engar viðsjár í okkar heimshluta. Rússar sýna vaxandi vilja til að eiga nána og góða samvinnu við Vesturlönd. Ég hef því sem utanríkisráðherra skilgreint Rússland sem eitt þeirra landa sem Ísland vill í framtíðinni eiga náin tengsl við á sviði viðskipta og menningar og um norðurslóðir. Óhætt er að segja að Rússar hafa tekið skýrri stefnu minni tveimur höndum. Í kjölfar stórbatnandi samskipta hafa viðskipti blómstrað allra síðustu árin. Heimsókn mín til Rússlands í síðustu viku í boði góðs vinar og samstarfsfélaga, Sergei Lavrov utanríkisráðherra, var sérlega árangursrík varðandi enn frekara samstarf og viðskipti.Efnilegt samstarf í flugi Loftferðasamningur Íslands og Rússlands heimilar nú beint flug frá Íslandi til Moskvu og St. Pétursborgar, en gert er ráð fyrir að flug til þeirrar síðarnefndu hefjist árið 2013. Fyrir íslenska ferðaþjónustu er þetta afar mikilvægt. Rússar eru vaxandi í röðum ferðamanna til Íslands. Auðsæld Rússlands er mest í þessum tveimur borgum, Moskvu og Pétursborg, og reynslan sýnir þegar að ferðamenn þaðan skilja mikil verðmæti eftir á Íslandi. Hér er því um verulegan áfanga að ræða. Utanríkisráðuneytið átti jafnframt snaran þátt í að opna dyr fyrir stórverkefni á sviði viðhalds á flugvélum í Rússlandi. Það skapaði mörgum íslenskum flugvirkjum vinnu á tímum þrenginga. Flugsamvinna Rússa og Íslendinga er því vaxandi meiður inn í framtíðina.Galopnað fyrir skyr og lamb Eitt best varðveitta leyndarmál Íslands er hin ótrúlega hollusta skyrs, sem segja má að sé eitt fremsta fæðubótarefni heimsins. Á þeim grunni eiga vaskir frumherjar mjólkuriðnaðar á Íslandi að geta gert skyr að stórkostlegri söluvöru í heiminum. Það er að takast m.a. í nágrannalandi rússneska bjarnarins, Finnlandi. Einn þeirra samninga sem ég náði að undirrita í Moskvu galopnar ýmsum íslenskum mjólkurafurðum leið inn á hina vaxandi markaði Rússa, ekki síst í stórborgunum Moskvu og Pétursborg. Þær eiga það sammerkt að vera auðsælar og þar er farin af stað vitundarvakning um heilbrigðara líf. Skyrið okkar, mjólkurduft og jafnvel smjör geta átt þar stórkostlega möguleika. Að þessum samningi vann utanríkisráðuneytið í einstakri samvinnu við toppmenn hjá MAST. Ótalinn er þá samningur sem íslensk stjórnvöld gerðu við Rússa í fyrra, en hann greiðir fyrir sölu á ýmsum afurðum úr sauðfjárrækt, slögum, innmat og öðru sem stundum var erfitt að flytja út. Þær geta nú breyst í beinhörð verðmæti fyrir íslenska bændur í pylsum og sperðlum sem renna ofan í hungraða Rússa. Og má geta þess að í kjölfarið tók enn fremur úrvals lambakjöt að streyma á rússneskan markað. Víða er því brandi utanríkisráðherra beitt í þágu íslensks landbúnaðar á erlendri grundu.Samningur um ættleiðingar Mjög hefur þrengst um ættleiðingar til Íslands á síðustu árum. Ég hef þráfaldlega rætt þann möguleika við Lavrov utanríkisráðherra að formlegur samningur verði gerður milli þjóðanna um ættleiðingar rússneskra barna til Íslands. Eftir tafsamar viðræður er svo langt komið að á blaðamannafundi í lok langs Moskvufundar okkar Lavrovs lýsti hann yfir með afdráttarlausum hætti að Rússar væru nú reiðubúnir að gera slíkan samning. Á fundinum sjálfum lofaði hann jafnframt að setja sína „bestu menn“ í að ljúka samningi sem fyrst. Vafalítið eru mörg ljón á veginum ennþá sem við félagi Ögmundur þurfum saman að yfirvinna. Tækist hins vegar að ljúka samningum yrði um stórkostlega réttarbót – og hamingju – að ræða fyrir mörg barnlaus hjón sem þrá ekkert eins heitt og að eignast barn. Þetta þekki ég sem á tvær dásamlegar kólumbískar dætur.Mikilvægur fjarskiptastrengur Mikilvægt samkomulag náðist á fundinum með Lavrov í Moskvu um að hefja samninga milli íslensks fyrirtækis og rússneska ríkisfyrirtækisins Polarnet um lagningu fjarskiptastrengs frá Murmansk norður um Rússland og til Íslands. Þar með yrði fullnægt því markmiði sem ég hef sett í útfærslu norðurslóðastefnunnar um að Ísland verði miðstöð gagnaflutninga og fjarskipta á norðurslóðum. Málið hófst með því að ég sendi rússneskum stjórnvöldum bréf og óskaði samstarfs eftir að hafa verið bent á ræðu sem Pútín forsætisráðherra hélt í Arkhangelsk, en hún fjallaði m.a. um nauðsyn á bættum fjarskiptum á norðurslóðum. Ég benti á að ákjósanlegt væri fyrir Rússa að tengja áætlanir sínar um lagningu sæstrengs frá Murmansk til Asíu með því að leggja sömuleiðis annan streng frá Murmansk til Íslands, þar sem væri kostur á tengingu við Bandaríkin, og Evrópu um þrjá strengi, til Danmerkur, Skotlands og síðast Írlands. Frá því er skemmst að segja að Rússar brugðu skjótt við. Viku síðar var einn helsti samningamaður minn ásamt íslenskum fjárfestum kominn til fundar í Moskvu og mánuði síðar handsöluðum við Lavrov utanríkisráðherra að reyna til þrautar að freista samninga um strenginn. Í næstu viku fer svo íslensk sendinefnd aftur til Moskvu til samninga. Strengurinn gæti verið kominn í gagnið á öðru ári héðan í frá. Ísland væri þá á örskömmum tíma komið með fullkomnar gagnaflutningatengingar til Bandaríkjanna, Evrópu, Rússlands og áfram til Japans og Kína.Samstarf um norðurslóðir Í Moskvu staðfestum við jafnframt samning um samvinnu á norðurslóðum. Ísland og Rússland munu vinna að framþróun flutninga á sjó og í lofti á norðurslóðum, með áherslu á siglingaleiðir um norðurskautið og uppbyggingu hafnarmannvirkja. Þá verður unnið að eflingu vísinda- og fræðasamstarfs milli stofnana og háskóla í ríkjunum tveimur. Við sammæltumst um að vinna saman að því að efla öryggi sjófarenda þegar norðursiglingar um heimskautasvæðin ykjust. Rússar hafa ákveðið að byggja tíu miðstöðvar fyrir leit og björgun innan norðurheimskautsins og hafa lýst skilningi á vilja Íslendinga til að byggja alþjóðlega björgunarstöð á Íslandi. Síðast en ekki síst hafa Rússar nú lýst fullum vilja til að vinna að því að stífustu umhverfisreglum verði fylgt varðandi nýtingu auðlinda á hafsbotni handan norðurheimskautsbaugs og sömuleiðis að vinna með Íslendingum í að flýta gerð alþjóðlegs samnings um varnir gegn olíumengun.Samvinna um jarðhita Á Moskvufundinum lukum við Lavrov utanríkisráðherra langri samningagerð um samstarf við nútímavæðingu á sviði atvinnumála. Markmiðið er að auka viðskipti, nýsköpun, tækniþróun og vísindi í samskiptum ríkjanna. Af okkar hálfu var áherslan einkum á jarðhita og fiskveiðitengda tækni, ekki síst með tilliti til fyrirtækja eins og Marels. Sérstaklega var rætt um að gera áætlun um samvinnu á sviði jarðhita og skilgreind sérstök verkefni á Kamtsjatka um raforkuvinnslu til stóriðju og hitaveitu á ýmsum svæðum í Rússlandi, m.a. Krasnodar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Skugga kalda stríðsins lagði löngum yfir samskipti Íslands og Rússlands. Í dag eru engar viðsjár í okkar heimshluta. Rússar sýna vaxandi vilja til að eiga nána og góða samvinnu við Vesturlönd. Ég hef því sem utanríkisráðherra skilgreint Rússland sem eitt þeirra landa sem Ísland vill í framtíðinni eiga náin tengsl við á sviði viðskipta og menningar og um norðurslóðir. Óhætt er að segja að Rússar hafa tekið skýrri stefnu minni tveimur höndum. Í kjölfar stórbatnandi samskipta hafa viðskipti blómstrað allra síðustu árin. Heimsókn mín til Rússlands í síðustu viku í boði góðs vinar og samstarfsfélaga, Sergei Lavrov utanríkisráðherra, var sérlega árangursrík varðandi enn frekara samstarf og viðskipti.Efnilegt samstarf í flugi Loftferðasamningur Íslands og Rússlands heimilar nú beint flug frá Íslandi til Moskvu og St. Pétursborgar, en gert er ráð fyrir að flug til þeirrar síðarnefndu hefjist árið 2013. Fyrir íslenska ferðaþjónustu er þetta afar mikilvægt. Rússar eru vaxandi í röðum ferðamanna til Íslands. Auðsæld Rússlands er mest í þessum tveimur borgum, Moskvu og Pétursborg, og reynslan sýnir þegar að ferðamenn þaðan skilja mikil verðmæti eftir á Íslandi. Hér er því um verulegan áfanga að ræða. Utanríkisráðuneytið átti jafnframt snaran þátt í að opna dyr fyrir stórverkefni á sviði viðhalds á flugvélum í Rússlandi. Það skapaði mörgum íslenskum flugvirkjum vinnu á tímum þrenginga. Flugsamvinna Rússa og Íslendinga er því vaxandi meiður inn í framtíðina.Galopnað fyrir skyr og lamb Eitt best varðveitta leyndarmál Íslands er hin ótrúlega hollusta skyrs, sem segja má að sé eitt fremsta fæðubótarefni heimsins. Á þeim grunni eiga vaskir frumherjar mjólkuriðnaðar á Íslandi að geta gert skyr að stórkostlegri söluvöru í heiminum. Það er að takast m.a. í nágrannalandi rússneska bjarnarins, Finnlandi. Einn þeirra samninga sem ég náði að undirrita í Moskvu galopnar ýmsum íslenskum mjólkurafurðum leið inn á hina vaxandi markaði Rússa, ekki síst í stórborgunum Moskvu og Pétursborg. Þær eiga það sammerkt að vera auðsælar og þar er farin af stað vitundarvakning um heilbrigðara líf. Skyrið okkar, mjólkurduft og jafnvel smjör geta átt þar stórkostlega möguleika. Að þessum samningi vann utanríkisráðuneytið í einstakri samvinnu við toppmenn hjá MAST. Ótalinn er þá samningur sem íslensk stjórnvöld gerðu við Rússa í fyrra, en hann greiðir fyrir sölu á ýmsum afurðum úr sauðfjárrækt, slögum, innmat og öðru sem stundum var erfitt að flytja út. Þær geta nú breyst í beinhörð verðmæti fyrir íslenska bændur í pylsum og sperðlum sem renna ofan í hungraða Rússa. Og má geta þess að í kjölfarið tók enn fremur úrvals lambakjöt að streyma á rússneskan markað. Víða er því brandi utanríkisráðherra beitt í þágu íslensks landbúnaðar á erlendri grundu.Samningur um ættleiðingar Mjög hefur þrengst um ættleiðingar til Íslands á síðustu árum. Ég hef þráfaldlega rætt þann möguleika við Lavrov utanríkisráðherra að formlegur samningur verði gerður milli þjóðanna um ættleiðingar rússneskra barna til Íslands. Eftir tafsamar viðræður er svo langt komið að á blaðamannafundi í lok langs Moskvufundar okkar Lavrovs lýsti hann yfir með afdráttarlausum hætti að Rússar væru nú reiðubúnir að gera slíkan samning. Á fundinum sjálfum lofaði hann jafnframt að setja sína „bestu menn“ í að ljúka samningi sem fyrst. Vafalítið eru mörg ljón á veginum ennþá sem við félagi Ögmundur þurfum saman að yfirvinna. Tækist hins vegar að ljúka samningum yrði um stórkostlega réttarbót – og hamingju – að ræða fyrir mörg barnlaus hjón sem þrá ekkert eins heitt og að eignast barn. Þetta þekki ég sem á tvær dásamlegar kólumbískar dætur.Mikilvægur fjarskiptastrengur Mikilvægt samkomulag náðist á fundinum með Lavrov í Moskvu um að hefja samninga milli íslensks fyrirtækis og rússneska ríkisfyrirtækisins Polarnet um lagningu fjarskiptastrengs frá Murmansk norður um Rússland og til Íslands. Þar með yrði fullnægt því markmiði sem ég hef sett í útfærslu norðurslóðastefnunnar um að Ísland verði miðstöð gagnaflutninga og fjarskipta á norðurslóðum. Málið hófst með því að ég sendi rússneskum stjórnvöldum bréf og óskaði samstarfs eftir að hafa verið bent á ræðu sem Pútín forsætisráðherra hélt í Arkhangelsk, en hún fjallaði m.a. um nauðsyn á bættum fjarskiptum á norðurslóðum. Ég benti á að ákjósanlegt væri fyrir Rússa að tengja áætlanir sínar um lagningu sæstrengs frá Murmansk til Asíu með því að leggja sömuleiðis annan streng frá Murmansk til Íslands, þar sem væri kostur á tengingu við Bandaríkin, og Evrópu um þrjá strengi, til Danmerkur, Skotlands og síðast Írlands. Frá því er skemmst að segja að Rússar brugðu skjótt við. Viku síðar var einn helsti samningamaður minn ásamt íslenskum fjárfestum kominn til fundar í Moskvu og mánuði síðar handsöluðum við Lavrov utanríkisráðherra að reyna til þrautar að freista samninga um strenginn. Í næstu viku fer svo íslensk sendinefnd aftur til Moskvu til samninga. Strengurinn gæti verið kominn í gagnið á öðru ári héðan í frá. Ísland væri þá á örskömmum tíma komið með fullkomnar gagnaflutningatengingar til Bandaríkjanna, Evrópu, Rússlands og áfram til Japans og Kína.Samstarf um norðurslóðir Í Moskvu staðfestum við jafnframt samning um samvinnu á norðurslóðum. Ísland og Rússland munu vinna að framþróun flutninga á sjó og í lofti á norðurslóðum, með áherslu á siglingaleiðir um norðurskautið og uppbyggingu hafnarmannvirkja. Þá verður unnið að eflingu vísinda- og fræðasamstarfs milli stofnana og háskóla í ríkjunum tveimur. Við sammæltumst um að vinna saman að því að efla öryggi sjófarenda þegar norðursiglingar um heimskautasvæðin ykjust. Rússar hafa ákveðið að byggja tíu miðstöðvar fyrir leit og björgun innan norðurheimskautsins og hafa lýst skilningi á vilja Íslendinga til að byggja alþjóðlega björgunarstöð á Íslandi. Síðast en ekki síst hafa Rússar nú lýst fullum vilja til að vinna að því að stífustu umhverfisreglum verði fylgt varðandi nýtingu auðlinda á hafsbotni handan norðurheimskautsbaugs og sömuleiðis að vinna með Íslendingum í að flýta gerð alþjóðlegs samnings um varnir gegn olíumengun.Samvinna um jarðhita Á Moskvufundinum lukum við Lavrov utanríkisráðherra langri samningagerð um samstarf við nútímavæðingu á sviði atvinnumála. Markmiðið er að auka viðskipti, nýsköpun, tækniþróun og vísindi í samskiptum ríkjanna. Af okkar hálfu var áherslan einkum á jarðhita og fiskveiðitengda tækni, ekki síst með tilliti til fyrirtækja eins og Marels. Sérstaklega var rætt um að gera áætlun um samvinnu á sviði jarðhita og skilgreind sérstök verkefni á Kamtsjatka um raforkuvinnslu til stóriðju og hitaveitu á ýmsum svæðum í Rússlandi, m.a. Krasnodar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun