Þórir Hergeirsson: Mun syngja báða þjóðsöngvana Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 6. desember 2011 07:30 Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er þjálfari norska landsliðsins sem hefur náð langt á undanförnum árum.fréttablaðið/pjetur „Ísland er besta handboltaþjóð í heimi miðað við höfðatölu. Það er engin spurning. Miðað við fjárhag og mannfjölda þá er það enginn vafi. Það er hægt að komast langt á hefð og vinnusemi. Ég nota það sem ég þekki frá Íslandi á mína leikmenn – það sem snýr að vinnusemi og dugnaði. Það er eitt af einkennum Íslendinga,“ sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta. Þórir er í afar sérstakri stöðu í kvöld þegar hann mætir íslenska liðinu en Þórir er fæddur á Selfossi en hefur búið í Noregi í áratugi. „Þetta verður mjög sérstakt og skemmtilegt. Ég mun syngja báða þjóðsöngvana fyrir leikinn. Ég syng alltaf íslenska þjóðsönginn.“ Stórstígar framfarirVirðing er það fyrsta sem Þórir nefnir þegar hann er spurður um viðureign Noregs og Íslands á HM í kvöld. „Ég segi það oft í Noregi að maður þarf ekkert mikið til þess að vera góður í íþróttum. Þú þarft vilja, reima á þig skóna og finna vegg til þess að kasta í. Íslendingar eru snillingar í að gera mikið úr því litla sem þeir hafa. Íslenskur kvennahandbolti hefur tekið miklum framförum undanfarin ár. Leikur þeirra er agaður og þær fara langt á því. Liðið er líkamlega sterkt lið, sem spilar fast og þolir mikið. Það er hins vegar spurning um hvernig liðinu tekst að gera það í fleiri leikjum á svona stórmóti. Það þarf að venjast því og fá reynslu í að gera slíkt. Í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð þá hafa þær mætt ólíkum liðum og það var greinilegt að Ísland hafði ekki reynslu af því að leika gegn liði á borð við Angóla. Mér finnst íslenska liðið spennandi, það er góður agi í liðinu, góð liðsheild og góður mórall. Ísland er andstæðingur sem við tökum alvarlega og berum virðingu fyrir.“ Gert mikið úr litluÞórir segir að það sé í raun ótrúlegt hve langt Ísland hafi náð í alþjóðlegum handbolta miðað við það fjármagn sem HSÍ hefur úr að moða á hverjum tíma. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Við erum með ársveltu hjá A-landsliði kvenna sem nemur 160-200 milljónum íslenskra króna og okkur finnst það ekki nóg,“ sagði Þórir en til samanburðar má nefna að heildarársvelta HSÍ er rétt rúmlega 100 milljónir kr. Miklar væntingarMarkmið norska liðsins eru einföld og háleit. Og það er í raun ekki Þórir sem setur þessi markmið. Það gerir norska handknattleikssambandið. „Á ársþingi norska handknattleikssambandsins er tekin ákvörðun um slíkt,“ útskýrir Þórir. „Þar er einfaldlega samþykkt að stefna að því að kvennalandsliðið spili til verðlauna á öllum stórmótum. Og þegar ég segi já um að taka að mér þetta starf þá eru þetta viðmiðin. Maður verður bara að lifa við þær væntingar sem gerðar eru til okkar.“ Lið Noregs er talsvert breytt frá síðustu árum en það setur sér sín eigin markmið líka. „Í liðinu sjálfu eru innri markmiðssetningar sem fara aldrei út fyrir hópinn. Við erum með lið sem er slípast saman, enda töluverðar breytingar á leikmannahópnum. Ég hef ekki haft langan tíma með hópinn eins og hann er í dag. Nýir leikmenn og aðrir sem hafa fengið önnur hlutverk en áður. Það hefur vantað stöðugleika hjá okkur en ef allt gengur vel þá gætum við leikið um verðlaun á þessu móti,“ sagði Þórir Hergeirsson. Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
„Ísland er besta handboltaþjóð í heimi miðað við höfðatölu. Það er engin spurning. Miðað við fjárhag og mannfjölda þá er það enginn vafi. Það er hægt að komast langt á hefð og vinnusemi. Ég nota það sem ég þekki frá Íslandi á mína leikmenn – það sem snýr að vinnusemi og dugnaði. Það er eitt af einkennum Íslendinga,“ sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta. Þórir er í afar sérstakri stöðu í kvöld þegar hann mætir íslenska liðinu en Þórir er fæddur á Selfossi en hefur búið í Noregi í áratugi. „Þetta verður mjög sérstakt og skemmtilegt. Ég mun syngja báða þjóðsöngvana fyrir leikinn. Ég syng alltaf íslenska þjóðsönginn.“ Stórstígar framfarirVirðing er það fyrsta sem Þórir nefnir þegar hann er spurður um viðureign Noregs og Íslands á HM í kvöld. „Ég segi það oft í Noregi að maður þarf ekkert mikið til þess að vera góður í íþróttum. Þú þarft vilja, reima á þig skóna og finna vegg til þess að kasta í. Íslendingar eru snillingar í að gera mikið úr því litla sem þeir hafa. Íslenskur kvennahandbolti hefur tekið miklum framförum undanfarin ár. Leikur þeirra er agaður og þær fara langt á því. Liðið er líkamlega sterkt lið, sem spilar fast og þolir mikið. Það er hins vegar spurning um hvernig liðinu tekst að gera það í fleiri leikjum á svona stórmóti. Það þarf að venjast því og fá reynslu í að gera slíkt. Í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð þá hafa þær mætt ólíkum liðum og það var greinilegt að Ísland hafði ekki reynslu af því að leika gegn liði á borð við Angóla. Mér finnst íslenska liðið spennandi, það er góður agi í liðinu, góð liðsheild og góður mórall. Ísland er andstæðingur sem við tökum alvarlega og berum virðingu fyrir.“ Gert mikið úr litluÞórir segir að það sé í raun ótrúlegt hve langt Ísland hafi náð í alþjóðlegum handbolta miðað við það fjármagn sem HSÍ hefur úr að moða á hverjum tíma. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Við erum með ársveltu hjá A-landsliði kvenna sem nemur 160-200 milljónum íslenskra króna og okkur finnst það ekki nóg,“ sagði Þórir en til samanburðar má nefna að heildarársvelta HSÍ er rétt rúmlega 100 milljónir kr. Miklar væntingarMarkmið norska liðsins eru einföld og háleit. Og það er í raun ekki Þórir sem setur þessi markmið. Það gerir norska handknattleikssambandið. „Á ársþingi norska handknattleikssambandsins er tekin ákvörðun um slíkt,“ útskýrir Þórir. „Þar er einfaldlega samþykkt að stefna að því að kvennalandsliðið spili til verðlauna á öllum stórmótum. Og þegar ég segi já um að taka að mér þetta starf þá eru þetta viðmiðin. Maður verður bara að lifa við þær væntingar sem gerðar eru til okkar.“ Lið Noregs er talsvert breytt frá síðustu árum en það setur sér sín eigin markmið líka. „Í liðinu sjálfu eru innri markmiðssetningar sem fara aldrei út fyrir hópinn. Við erum með lið sem er slípast saman, enda töluverðar breytingar á leikmannahópnum. Ég hef ekki haft langan tíma með hópinn eins og hann er í dag. Nýir leikmenn og aðrir sem hafa fengið önnur hlutverk en áður. Það hefur vantað stöðugleika hjá okkur en ef allt gengur vel þá gætum við leikið um verðlaun á þessu móti,“ sagði Þórir Hergeirsson.
Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira