Þórir Hergeirsson: Mun syngja báða þjóðsöngvana Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 6. desember 2011 07:30 Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er þjálfari norska landsliðsins sem hefur náð langt á undanförnum árum.fréttablaðið/pjetur „Ísland er besta handboltaþjóð í heimi miðað við höfðatölu. Það er engin spurning. Miðað við fjárhag og mannfjölda þá er það enginn vafi. Það er hægt að komast langt á hefð og vinnusemi. Ég nota það sem ég þekki frá Íslandi á mína leikmenn – það sem snýr að vinnusemi og dugnaði. Það er eitt af einkennum Íslendinga,“ sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta. Þórir er í afar sérstakri stöðu í kvöld þegar hann mætir íslenska liðinu en Þórir er fæddur á Selfossi en hefur búið í Noregi í áratugi. „Þetta verður mjög sérstakt og skemmtilegt. Ég mun syngja báða þjóðsöngvana fyrir leikinn. Ég syng alltaf íslenska þjóðsönginn.“ Stórstígar framfarirVirðing er það fyrsta sem Þórir nefnir þegar hann er spurður um viðureign Noregs og Íslands á HM í kvöld. „Ég segi það oft í Noregi að maður þarf ekkert mikið til þess að vera góður í íþróttum. Þú þarft vilja, reima á þig skóna og finna vegg til þess að kasta í. Íslendingar eru snillingar í að gera mikið úr því litla sem þeir hafa. Íslenskur kvennahandbolti hefur tekið miklum framförum undanfarin ár. Leikur þeirra er agaður og þær fara langt á því. Liðið er líkamlega sterkt lið, sem spilar fast og þolir mikið. Það er hins vegar spurning um hvernig liðinu tekst að gera það í fleiri leikjum á svona stórmóti. Það þarf að venjast því og fá reynslu í að gera slíkt. Í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð þá hafa þær mætt ólíkum liðum og það var greinilegt að Ísland hafði ekki reynslu af því að leika gegn liði á borð við Angóla. Mér finnst íslenska liðið spennandi, það er góður agi í liðinu, góð liðsheild og góður mórall. Ísland er andstæðingur sem við tökum alvarlega og berum virðingu fyrir.“ Gert mikið úr litluÞórir segir að það sé í raun ótrúlegt hve langt Ísland hafi náð í alþjóðlegum handbolta miðað við það fjármagn sem HSÍ hefur úr að moða á hverjum tíma. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Við erum með ársveltu hjá A-landsliði kvenna sem nemur 160-200 milljónum íslenskra króna og okkur finnst það ekki nóg,“ sagði Þórir en til samanburðar má nefna að heildarársvelta HSÍ er rétt rúmlega 100 milljónir kr. Miklar væntingarMarkmið norska liðsins eru einföld og háleit. Og það er í raun ekki Þórir sem setur þessi markmið. Það gerir norska handknattleikssambandið. „Á ársþingi norska handknattleikssambandsins er tekin ákvörðun um slíkt,“ útskýrir Þórir. „Þar er einfaldlega samþykkt að stefna að því að kvennalandsliðið spili til verðlauna á öllum stórmótum. Og þegar ég segi já um að taka að mér þetta starf þá eru þetta viðmiðin. Maður verður bara að lifa við þær væntingar sem gerðar eru til okkar.“ Lið Noregs er talsvert breytt frá síðustu árum en það setur sér sín eigin markmið líka. „Í liðinu sjálfu eru innri markmiðssetningar sem fara aldrei út fyrir hópinn. Við erum með lið sem er slípast saman, enda töluverðar breytingar á leikmannahópnum. Ég hef ekki haft langan tíma með hópinn eins og hann er í dag. Nýir leikmenn og aðrir sem hafa fengið önnur hlutverk en áður. Það hefur vantað stöðugleika hjá okkur en ef allt gengur vel þá gætum við leikið um verðlaun á þessu móti,“ sagði Þórir Hergeirsson. Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Sjá meira
„Ísland er besta handboltaþjóð í heimi miðað við höfðatölu. Það er engin spurning. Miðað við fjárhag og mannfjölda þá er það enginn vafi. Það er hægt að komast langt á hefð og vinnusemi. Ég nota það sem ég þekki frá Íslandi á mína leikmenn – það sem snýr að vinnusemi og dugnaði. Það er eitt af einkennum Íslendinga,“ sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta. Þórir er í afar sérstakri stöðu í kvöld þegar hann mætir íslenska liðinu en Þórir er fæddur á Selfossi en hefur búið í Noregi í áratugi. „Þetta verður mjög sérstakt og skemmtilegt. Ég mun syngja báða þjóðsöngvana fyrir leikinn. Ég syng alltaf íslenska þjóðsönginn.“ Stórstígar framfarirVirðing er það fyrsta sem Þórir nefnir þegar hann er spurður um viðureign Noregs og Íslands á HM í kvöld. „Ég segi það oft í Noregi að maður þarf ekkert mikið til þess að vera góður í íþróttum. Þú þarft vilja, reima á þig skóna og finna vegg til þess að kasta í. Íslendingar eru snillingar í að gera mikið úr því litla sem þeir hafa. Íslenskur kvennahandbolti hefur tekið miklum framförum undanfarin ár. Leikur þeirra er agaður og þær fara langt á því. Liðið er líkamlega sterkt lið, sem spilar fast og þolir mikið. Það er hins vegar spurning um hvernig liðinu tekst að gera það í fleiri leikjum á svona stórmóti. Það þarf að venjast því og fá reynslu í að gera slíkt. Í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð þá hafa þær mætt ólíkum liðum og það var greinilegt að Ísland hafði ekki reynslu af því að leika gegn liði á borð við Angóla. Mér finnst íslenska liðið spennandi, það er góður agi í liðinu, góð liðsheild og góður mórall. Ísland er andstæðingur sem við tökum alvarlega og berum virðingu fyrir.“ Gert mikið úr litluÞórir segir að það sé í raun ótrúlegt hve langt Ísland hafi náð í alþjóðlegum handbolta miðað við það fjármagn sem HSÍ hefur úr að moða á hverjum tíma. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Við erum með ársveltu hjá A-landsliði kvenna sem nemur 160-200 milljónum íslenskra króna og okkur finnst það ekki nóg,“ sagði Þórir en til samanburðar má nefna að heildarársvelta HSÍ er rétt rúmlega 100 milljónir kr. Miklar væntingarMarkmið norska liðsins eru einföld og háleit. Og það er í raun ekki Þórir sem setur þessi markmið. Það gerir norska handknattleikssambandið. „Á ársþingi norska handknattleikssambandsins er tekin ákvörðun um slíkt,“ útskýrir Þórir. „Þar er einfaldlega samþykkt að stefna að því að kvennalandsliðið spili til verðlauna á öllum stórmótum. Og þegar ég segi já um að taka að mér þetta starf þá eru þetta viðmiðin. Maður verður bara að lifa við þær væntingar sem gerðar eru til okkar.“ Lið Noregs er talsvert breytt frá síðustu árum en það setur sér sín eigin markmið líka. „Í liðinu sjálfu eru innri markmiðssetningar sem fara aldrei út fyrir hópinn. Við erum með lið sem er slípast saman, enda töluverðar breytingar á leikmannahópnum. Ég hef ekki haft langan tíma með hópinn eins og hann er í dag. Nýir leikmenn og aðrir sem hafa fengið önnur hlutverk en áður. Það hefur vantað stöðugleika hjá okkur en ef allt gengur vel þá gætum við leikið um verðlaun á þessu móti,“ sagði Þórir Hergeirsson.
Mest lesið Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Enski boltinn Stóð á boltanum áður en hún sólaði andstæðinginn upp úr skónum Fótbolti Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Spænska stjarnan flutt á sjúkrahús eftir slys á æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Sjá meira