Erlent

Playboy-klúbbur opnar á ný í Englandi - femínistar mótmæla

Bo Derek var upp á sitt besta þegar spilavíti Hefners var upp á sitt besta.
Bo Derek var upp á sitt besta þegar spilavíti Hefners var upp á sitt besta.
Eilífðarglaumgosinn, Hugh Hefner, ætlar að opna á ný Playboy-klúbb í Englandi. Um er að ræða spilavíti og veitingastað í miðborg Lundúna. Þjónustustúlkurnar verða svo allar klæddar í hinn fræga kanínubúning sem hylur ekki mikið.

Staðurinn var fyrst opnaður á sama stað og nú árið 1966. Þá rak aðstoðarmaður Hefners klúbbinn sem þá var tekjuhæsta spilavíti veraldar. Á níunda áratugnum var aðstoðarmaður Hefners svo ranglega sakaður um lögbrot en í kjölfarið var klúbbnum lokað.

Áður en honum var lokað vöndu stórstjörnur á borð við Woody Allen, Jack Nicholson og Michael Cane komur sínar þangað.

Spilavítið opnar svo aftur í dag með pompi og prakt. Staðurinn er þó umdeildur en kvennahreyfingar hafa boðað til mótmælaaðgerða fyrir utan staðinn þar sem kanínubúningurinn þykir afar lítillækkandi fyrir konur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×