Innlent

Drekaskátar bjóða á kvöldvöku

Það verður fjör hjá skátunum í kvöld. Myndin er úr safni.
Það verður fjör hjá skátunum í kvöld. Myndin er úr safni.
Drekaskátar bjóða fólki á kvöldvöku á Úlfljótsvatni í klukkan átta í kvöld. Að sögn mótstjórans, Liljars Más Þorbjörnssonar þá eru 220 drekaskátar á Úlfljótsvatni en það eru skátar á aldrinum sjö til tíu ára.

Skátarnir skemmta sér alla helgina á Úlfljótsvatni en í dag hafa þeir meðal annars poppað popp yfir eldi auk þess sem þeir fóru á hjólabáta og héldu vatnasafarí.

Gestir og velunnarar eru velkomnir á kvöldvökuna að sögn Liljars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×