Innlent

Þyrla gæslunnar gat ekki skemmt Eskfirðingum vegna öskuskýs

Frá björgunaræfingu. Myndin er úr safni.
Frá björgunaræfingu. Myndin er úr safni.
Þyrla Landhelgisgæslunnar þurfti frá að hverfa þegar hún átti að fara til Eskifjarðar í tilefni af Sjómannadeginum. Ástæðan var öskuský sem flugmenn þyrlunnar ráku augun í en þeir treystu sér ekki til þess að fljúga nærri því.

Samkvæmt varðstjóra hjá Landhelgisgæslunni sem Vísir ræddi við þá er líklega um öskufok af hálendinu að ræða en um talsvert langa öskurák var að ræða.

Mikil hátíð er á Eskifirði í tilefni af sjómannadeginum en formleg dagskrá hófst á fimmtudaginn. Þyrla landhelgisgæslunnar átti að vera með björgunaræfingu í Mjóeyrarvíkinni klukkan hálf fjögur en þurfti, eins og fyrr segir, frá að hverfa vegna öskuskýsins.

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia hefur skýið ekki áhrif á innanlandsflug enn sem komið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×