Erlent

Utanríkisráðherra Bretlands heimsækir Líbíu

William Hague.
William Hague.
Utanríkisráðherra Bretlands, William Hague og ráðherra þróunarmála í Bretlandi, Andrew Mitchell, heimsóttu Líbíu í dag.

Þetta eru æðstu embættismenn sem hafa heimsótt uppreisnarmennina í Líbíu síðan uppreisnin hófst í landinu. Ráðamennirnir komu til landsins aðeins klukkustundum eftir að árásarþyrlum Nató var beitt í hernaði gegn hermönnum Muammar Gaddafis.

Ráðherrarnir munu hitta þjóðarráð Líbíu í Benghazi og þá stendur einnig til að þeir hitti óbreytta borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×