Danska stjórnin hefur hækkað skatta 295 sinnum 10. mars 2011 10:24 Danska ríkisstjórnin hefur hækkað skatta í Danmörku 295 sinnum eða að meðaltali tvisvar á mánuði þau tíu ár sem stjórnin hefur verið við völd. Samt sem áður hefur skattastopp verið einn af hornsteinum í pólitík hægri flokkanna frá því að þeir náðu völdum árið 2001. Þetta kemur fram í Politiken í dag. Þar segir að þessar skattahækkanir séu tvöfalt fleiri en þær sem Anders Fogh Rasmussen þáverandi formaður Venstre sakaði jafnaðarmenn um í kosningabaráttunni árið 2001. „Á stjórnartíð Nyrup hafa skattar og gjöld hækkað einu sinni á mánuði. Það er kominn tími til að breyta því,“ skrifaði Anders Fogh Rasmussen í Politiken fyrir áratug síðan. Bent Greve prófessor í samfélagsfræðum við háskólann í Árósum segir að mikill fjöldi skattahækkana sé ekki óeðlilegur í sjálfu sér en komi verulega á óvart þegar litið er til stefnunnar um skattastopp. Mads Röring talsmaður Venstre í skattamálum bendir á að þrátt fyrir fjölda skattahækkana hafi skattbyrði almennings í Danmörku í heild lækkað úr 48,6% af landsframleiðslu landsins og niður í 46,4% á síðasta ári. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Danska ríkisstjórnin hefur hækkað skatta í Danmörku 295 sinnum eða að meðaltali tvisvar á mánuði þau tíu ár sem stjórnin hefur verið við völd. Samt sem áður hefur skattastopp verið einn af hornsteinum í pólitík hægri flokkanna frá því að þeir náðu völdum árið 2001. Þetta kemur fram í Politiken í dag. Þar segir að þessar skattahækkanir séu tvöfalt fleiri en þær sem Anders Fogh Rasmussen þáverandi formaður Venstre sakaði jafnaðarmenn um í kosningabaráttunni árið 2001. „Á stjórnartíð Nyrup hafa skattar og gjöld hækkað einu sinni á mánuði. Það er kominn tími til að breyta því,“ skrifaði Anders Fogh Rasmussen í Politiken fyrir áratug síðan. Bent Greve prófessor í samfélagsfræðum við háskólann í Árósum segir að mikill fjöldi skattahækkana sé ekki óeðlilegur í sjálfu sér en komi verulega á óvart þegar litið er til stefnunnar um skattastopp. Mads Röring talsmaður Venstre í skattamálum bendir á að þrátt fyrir fjölda skattahækkana hafi skattbyrði almennings í Danmörku í heild lækkað úr 48,6% af landsframleiðslu landsins og niður í 46,4% á síðasta ári.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira