Viðskipti erlent

Moody´s lækkar lánshæfi Spánar

Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunn Spánar um eitt hak. Einkunnin lækkaði úr Aa1 niður í Aa2 með neikvæðum horfum.

Í áliti Moody´s með þessari ákvörðun segir m.a. að óöruggt sé að stjórnvöld á Spáni hafi styrk til þess að koma fjármálakerfi landsins í eðlilegt horf.

Spánn er eitt þeirra landa í suðurhluta Evrópu sem hvað harðast hafa orðið úti í kreppunni. Hinsvegar hefur Spánverjum hingað til tekist að bjarga sér án aðstoðar frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ESB öfugt við Grikkland og Írland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×