Viðskipti erlent

Indverjar tapa á fjárfestingum í Kaupþingi

Um 70 indversk fyrirtæki og einstaklingar munu tapa fé sem þeir fjárfestu í Kaupþingi. Á meðal þeirra er ríkisrekni bankinn Bank of Baroda (BoB), stærsta hugbúnaðarfyrirtæki Indlands Tata Consultancy Service Ltd. (TCS) og margir indverskir einstaklingar, að mestu demantakaupmenn og athafnamenn sem búa ekki á Indlandi.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu sem vitnar til forsíðu indverska viðskiptablaðsins Mint, sem er samstarfsaðili The Wall Street Journal á Indlandi.

Blaðamenn Mint eru með undir höndum kröfuhafalista sem íslensk stjórnvöld afhentu indversku ríkisstjórninni. Í frétt blaðsins er vitnað í háttsettan mann hjá einni af eftirlitsstofnunum landsins þar sem hann segir að verið sé að rannsaka viðskiptin og hvort það fé sem indversku aðilarnir settu í þau séu afrakstur skattundanskota eða svartamarkaðsbrasks.

Heildarkröfur Indverjanna í bú Kaupþings eru um 30 milljónir dala, 3,5 milljarðar króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×