217 sinnum sekur? Magnús Ármann skrifar 17. febrúar 2011 06:00 Í meira en tvö ár hafa kaup félags í minni eigu, Ímon ehf., á hlutabréfum í Landsbankanum rétt fyrir hrun verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Málið hefur verið kennt við Ímon og tekið sem dæmi um sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun. Í október 2008, fyrst þegar fjölmiðlar byrjuðu að fjalla um þessi viðskipti, lét ég hafa eftir mér að ég hefði ekkert ólöglegt aðhafst, en að FME væri einfaldlega með þessi viðskipti til skoðunar eins og önnur viðskipti bankanna fyrir hrun og þetta kæmi þá allt í ljós. Ég sagði líka að ég óttaðist ekki sannleikann og kviði engu varðandi lyktir þessa máls en að ég myndi ekki tjá mig frekar um það meðan það væri til rannsóknar. Það hef ég staðið við, enda hefur ekkert gerst fréttnæmt í málinu, þar til núna. Ég hef þurft að sæta því í meira en tvö ár að vera dæmdur sekur af dómstóli götunnar og stimplaður glæpamaður í fjölmiðlum vegna Ímon málsins. Mannorð mitt, og reyndar allrar fjölskyldu minnar, hefur beðið mikla hnekki. Skv. skýrslu sem ég fékk nýlega hjá Fjölmiðlavakt Creditinfo birtust 217 fréttir í íslenskum prent-, ljósvaka- og vefmiðlum á 27 mánaða tímabilinu frá 1. október 2008 til 1. febrúar 2011, þar sem mitt nafn og Ímon kemur fram. Það þýðir að frétt um mig og Ímon hefur birst að meðaltali á 4 daga fresti allan þennan tíma. Í flestum þessara frétta var fjallað um kaup Ímon á hlutabréfum í Landsbankanum á neikvæðan hátt, látið að því liggja að um sviksamleg viðskipti væri að ræða af minni hálfu og eitt dagblaðið gekk meðal annars svo langt að birta ímyndaða fangamynd af mér á forsíðu sinni. Þessu til viðbótar eru svo óteljandi ummæli bloggara, flestra nafnlausra, þar sem ég hef verið kallaður ýmsum ljótum nöfnum. Eftir á að hyggja hefði ég kannski átt að bera hönd oftar fyrir höfuð mér í fjölmiðlum. Ástæðurnar fyrir þessu fjölmiðlabindindi mínu voru þó nokkrar. Framan af var helsta ástæðan sú að FME og sérstakur saksóknari voru með málið til rannsóknar og mér fannst ekki viðeigandi að vera að tjá mig um málið við fjölmiðla meðan rannsókn stóð yfir. Ég sá líka fyrir mér, miðað við þjóðfélagsumræðuna, að málflutningur minn myndi ekki fá hljómgrunn, yfirlýsingar um sakleysi mitt yrðu bara afgreiddar sem "aumt yfirklór hvítflibbaglæpamanns" eða eitthvað í þeim dúr. Mér fannst eins og ég yrði bara að þrauka og treysta því að hið sanna kæmi brátt í ljós. Eina vitið væri að bíða eftir niðurstöðu FME og sérstaks saksóknara, það væri það eina sem myndi hreinsa nafn mitt af þessum ásökunum. Ég vissi ekki þá að rannsóknir FME og sérstaks saksóknara myndu taka svo langan tíma sem raun ber vitni. Ég hef reyndar aldrei heyrt neitt frá FME en var boðaður í skýrslutökur hjá sérstökum saksóknara vorið 2009 vegna málsins. Þá upplýsti ég starfsmenn sérstaks saksóknara eins vel um málavexti og mér var mögulegt, en þeir voru í stuttu máli þessir:Starfsmenn Landsbankans höfðu frumkvæði að því í lok september 2008 að bjóða Ímon að kaupa rúmlega 4 prósent hlut í Landsbankanum á sögulega lágu markaðsgengi, fyrir rúmlega 5 milljarða króna.Ímon var boðið 100% lán frá bankanum með veði í bréfunum sjálfum og aukaveði í 8% hlut mínum í Byr sparisjóði, sem þá var metinn virði ca 4,5 milljarða króna. Veðhlutfallið var metið af Landsbankanum um 85%. Byr hluturinn var reyndar veðsettur fyrir að hluta til, en Ímon var semsagt með jákvætt eigið fé, eitt fárra íslenskra fjárfestingafélaga á þessum tímapunkti.Ég samþykkti viðskiptin eftir stutta umhugsun. Ég gerði mér grein fyrir að áhættan var mikil enda hafði íslenska ríkið nýverið boðist til að kaupa 75% hlut í Glitni og mikill titringur var í fjármálakerfinu. Við þessar aðstæður mat ég það svo að umtalsverð hagnaðarvon gæti verið í því að kaupa hlutabréf í Landsbankanum enda var verð á bankanum í sögulegu lágmarki.Ég veðjaði í raun og veru á að Landsbankinn myndi standa af sér storminn og jafnvel gott betur, því framundan væri hagræðing í íslenska bankakerfinu og Landsbankinn væri vel í stakk búinn til að leiða slíka hagræðingu og eflast, frekar en hitt.Nokkrum dögum síðar var mér boðið að gera sambærileg viðskipti með minni hlut. Aftur sló ég til, en af þeim viðskiptum varð þó ekki því bankinn féll áður en gengið var frá þeim.Ég tapaði því þessu stóra „veðmáli" og ákvörðun mín reyndist heimskuleg - ekki síst miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir síðar.En ég var ekki þátttakandi í neinu plotti um sýndarviðskipti eða markaðsmisnotkun. Mér voru boðin hlutabréf á góðum kjörum og ég tók áhættuna. Ég vissi aldrei hvaðan bréfin komu og ég gerði mér ekki grein fyrir að staða bankans var orðin grafalvarleg á þessum tímapunkti, enda var það ekki í samræmi við þær upplýsingar sem ég hafði fengið. Eftir skýrslutökurnar fyrri hluta árs 2009 og að undangenginni frumrannsókn sérstaks saksóknara haustið 2009 áttum ég og lögmaður minn von á því að í kjölfarið yrði réttarstöðu minni breytt í réttarstöðu vitnis í stað sakbornings og ég gæti þá hreinsað opinberlega af mér ávirðingar um að hafa tekið þátt í einhverju svindli varðandi þessi viðskipti. Við tók hins vegar mikil bið. Í raun hefur lítið sem ekkert fréttnæmt gerst Ímon-málinu í eitt og hálft ár, þó fjölmiðlar hafi reglulega fjallað um það. Á því tímabili hefur lögmaður minn margsinnis óskað eftir því við embætti sérstaks saksóknara að réttarstöðu minni væri breytt í ljósi staðreynda málsins og þess skaða sem málið hefur valdið mér vegna ærumissis og skerts aflahæfis. Nú hefur mér loksins borist bréf frá embætti sérstaks saksóknara, dagsett 9. febrúar 2011. Þar stendur orðrétt: "Hér með tilkynnist, með vísan í 4. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, að rannsókn málsins gagnvart Magnúsi Ármann hefur verið hætt". Rannsókn sérstaks saksóknara hefur semsagt leitt í ljós að ég aðhafðist ekkert ólöglegt við kaup Ímon á bréfum í Landsbankanum og ég er því ekki lengur grunaður um umboðssvik eða markaðsmisnotkun. Það eru ekki nýjar fréttir fyrir mig að ég sé saklaus en að sjálfsögðu er þungu fargi af mér létt. Ímon málið hefur valdið mér miklum skaða þar sem mér var ranglega stillt upp sem brotamanni en ekki tjónþola. Mér vitanlega voru engir aðrir fjárfestar sem keyptu bréf í bönkunum með sambærilegum hætti í aðdraganda hrunsins með stöðu sakbornings í rannsóknum opinberra aðila. Í fjölmiðlum var talað um aðra fjárfesta sem fórnarlömb á meðan ég var kallaður glæpamaður. Ég vil taka það fram að ég er ekki hafður fyrir sök í neinu öðru máli. Hins vegar standa enn spjót á mér og félögum sem tengjast mér vegna skulda þeirra. Ég hef sjálfur gengist í ábyrgð fyrir hluta þessara skulda og ætla mér að standa skil á því sem mér ber persónulega, þó það kunni að taka langan tíma. En það liggur fyrir að nokkur eignarhaldsfélög sem tengjast mér standa höllum fæti og munu enda í þroti, með tilheyrandi tapi sem að mestu mun lenda á gömlu bönkunum og þar með erlendum kröfuhöfum þeirra. Fyrir þá sem hafa áhuga, þá er stutta útgáfan af minni viðskiptasögu þessi: Ég hagnaðist verulega á viðskiptum með bresk smásölufyrirtæki á árunum 2001-2006. Eftir þessi vel heppnuðu viðskipti (sem meðfjárfestar mínir högnuðust einnig á, m.a. bankarnir um fleiri milljarða) kom ég heim með mikið eigið fé og hóf að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum, mest fjármálafyrirtækjum, og oft í samstarfi við aðra fjárfesta. Ég spilaði djarft eins og svo margir aðrir, lagði allt of mikið undir og hafði greiðan aðgang að lánum, enda voru allir bankar fullir af ódýru fjármagni; lánabólan var á fullu gasi. Allt gekk þetta vel 2005-2006 og fram til 2007 en svo sprakk bólan 2008. Fyrirtækin hrundu eitt af öðru og nær allar eignir mínar urðu verðlausar en eftir sátu stökkbreyttar skuldir í nokkrum eignarhaldsfélögum. Ég gat ekki séð fyrir hrun bankanna. En það er auðvelt að sjá núna að ég fór alltof geyst og margar ákvarðanir sem ég tók á þessum tíma reyndust rangar, sú glannalegasta auðvitað þessi margumtöluðu kaup Ímon í Landsbankanum rétt fyrir hrun. Ég tók einfaldlega of mikla áhættu og galt fyrir það. Hafa ber þó í huga að viðskiptaákvarðanir snúast um að meta og taka áhættu. Til dæmis tóku erlendir lánveitendur gömlu bankanna, þeir sem mestu hafa tapað, líka mikla áhættu þegar þeir kyntu undir eigna- og lánabólunni hér á landi og guldu á endanum fyrir það. Að lokum vil ég taka fram að ég gagnrýni ekki seinagang sérstaks saksóknara í Ímon málinu. Ég hef skilning á því að rannsókn á málinu hefur tengst öðrum málum sem nauðsynlegt hefur verið að plægja í gegnum. Ég vil líka segja að samskiptin við alla starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafa verið bæði vinsamleg og fagmannleg. Það hefði verið heppilegra fyrir mig, svo ekki sé sterkara að orði kveðið, að sakleysi mitt hefði verið staðfest fyrr. En það er ekki á allt kosið. Ég get líka skilið - upp að ákveðnu marki - hvað fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr Ímon málinu. En í mörgum af þessum 217 fréttum var farið yfir strikið og ég og mitt fólk meitt að óþörfu - og að ósekju. Ég vona að því linni núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í meira en tvö ár hafa kaup félags í minni eigu, Ímon ehf., á hlutabréfum í Landsbankanum rétt fyrir hrun verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Málið hefur verið kennt við Ímon og tekið sem dæmi um sýndarviðskipti og markaðsmisnotkun. Í október 2008, fyrst þegar fjölmiðlar byrjuðu að fjalla um þessi viðskipti, lét ég hafa eftir mér að ég hefði ekkert ólöglegt aðhafst, en að FME væri einfaldlega með þessi viðskipti til skoðunar eins og önnur viðskipti bankanna fyrir hrun og þetta kæmi þá allt í ljós. Ég sagði líka að ég óttaðist ekki sannleikann og kviði engu varðandi lyktir þessa máls en að ég myndi ekki tjá mig frekar um það meðan það væri til rannsóknar. Það hef ég staðið við, enda hefur ekkert gerst fréttnæmt í málinu, þar til núna. Ég hef þurft að sæta því í meira en tvö ár að vera dæmdur sekur af dómstóli götunnar og stimplaður glæpamaður í fjölmiðlum vegna Ímon málsins. Mannorð mitt, og reyndar allrar fjölskyldu minnar, hefur beðið mikla hnekki. Skv. skýrslu sem ég fékk nýlega hjá Fjölmiðlavakt Creditinfo birtust 217 fréttir í íslenskum prent-, ljósvaka- og vefmiðlum á 27 mánaða tímabilinu frá 1. október 2008 til 1. febrúar 2011, þar sem mitt nafn og Ímon kemur fram. Það þýðir að frétt um mig og Ímon hefur birst að meðaltali á 4 daga fresti allan þennan tíma. Í flestum þessara frétta var fjallað um kaup Ímon á hlutabréfum í Landsbankanum á neikvæðan hátt, látið að því liggja að um sviksamleg viðskipti væri að ræða af minni hálfu og eitt dagblaðið gekk meðal annars svo langt að birta ímyndaða fangamynd af mér á forsíðu sinni. Þessu til viðbótar eru svo óteljandi ummæli bloggara, flestra nafnlausra, þar sem ég hef verið kallaður ýmsum ljótum nöfnum. Eftir á að hyggja hefði ég kannski átt að bera hönd oftar fyrir höfuð mér í fjölmiðlum. Ástæðurnar fyrir þessu fjölmiðlabindindi mínu voru þó nokkrar. Framan af var helsta ástæðan sú að FME og sérstakur saksóknari voru með málið til rannsóknar og mér fannst ekki viðeigandi að vera að tjá mig um málið við fjölmiðla meðan rannsókn stóð yfir. Ég sá líka fyrir mér, miðað við þjóðfélagsumræðuna, að málflutningur minn myndi ekki fá hljómgrunn, yfirlýsingar um sakleysi mitt yrðu bara afgreiddar sem "aumt yfirklór hvítflibbaglæpamanns" eða eitthvað í þeim dúr. Mér fannst eins og ég yrði bara að þrauka og treysta því að hið sanna kæmi brátt í ljós. Eina vitið væri að bíða eftir niðurstöðu FME og sérstaks saksóknara, það væri það eina sem myndi hreinsa nafn mitt af þessum ásökunum. Ég vissi ekki þá að rannsóknir FME og sérstaks saksóknara myndu taka svo langan tíma sem raun ber vitni. Ég hef reyndar aldrei heyrt neitt frá FME en var boðaður í skýrslutökur hjá sérstökum saksóknara vorið 2009 vegna málsins. Þá upplýsti ég starfsmenn sérstaks saksóknara eins vel um málavexti og mér var mögulegt, en þeir voru í stuttu máli þessir:Starfsmenn Landsbankans höfðu frumkvæði að því í lok september 2008 að bjóða Ímon að kaupa rúmlega 4 prósent hlut í Landsbankanum á sögulega lágu markaðsgengi, fyrir rúmlega 5 milljarða króna.Ímon var boðið 100% lán frá bankanum með veði í bréfunum sjálfum og aukaveði í 8% hlut mínum í Byr sparisjóði, sem þá var metinn virði ca 4,5 milljarða króna. Veðhlutfallið var metið af Landsbankanum um 85%. Byr hluturinn var reyndar veðsettur fyrir að hluta til, en Ímon var semsagt með jákvætt eigið fé, eitt fárra íslenskra fjárfestingafélaga á þessum tímapunkti.Ég samþykkti viðskiptin eftir stutta umhugsun. Ég gerði mér grein fyrir að áhættan var mikil enda hafði íslenska ríkið nýverið boðist til að kaupa 75% hlut í Glitni og mikill titringur var í fjármálakerfinu. Við þessar aðstæður mat ég það svo að umtalsverð hagnaðarvon gæti verið í því að kaupa hlutabréf í Landsbankanum enda var verð á bankanum í sögulegu lágmarki.Ég veðjaði í raun og veru á að Landsbankinn myndi standa af sér storminn og jafnvel gott betur, því framundan væri hagræðing í íslenska bankakerfinu og Landsbankinn væri vel í stakk búinn til að leiða slíka hagræðingu og eflast, frekar en hitt.Nokkrum dögum síðar var mér boðið að gera sambærileg viðskipti með minni hlut. Aftur sló ég til, en af þeim viðskiptum varð þó ekki því bankinn féll áður en gengið var frá þeim.Ég tapaði því þessu stóra „veðmáli" og ákvörðun mín reyndist heimskuleg - ekki síst miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir síðar.En ég var ekki þátttakandi í neinu plotti um sýndarviðskipti eða markaðsmisnotkun. Mér voru boðin hlutabréf á góðum kjörum og ég tók áhættuna. Ég vissi aldrei hvaðan bréfin komu og ég gerði mér ekki grein fyrir að staða bankans var orðin grafalvarleg á þessum tímapunkti, enda var það ekki í samræmi við þær upplýsingar sem ég hafði fengið. Eftir skýrslutökurnar fyrri hluta árs 2009 og að undangenginni frumrannsókn sérstaks saksóknara haustið 2009 áttum ég og lögmaður minn von á því að í kjölfarið yrði réttarstöðu minni breytt í réttarstöðu vitnis í stað sakbornings og ég gæti þá hreinsað opinberlega af mér ávirðingar um að hafa tekið þátt í einhverju svindli varðandi þessi viðskipti. Við tók hins vegar mikil bið. Í raun hefur lítið sem ekkert fréttnæmt gerst Ímon-málinu í eitt og hálft ár, þó fjölmiðlar hafi reglulega fjallað um það. Á því tímabili hefur lögmaður minn margsinnis óskað eftir því við embætti sérstaks saksóknara að réttarstöðu minni væri breytt í ljósi staðreynda málsins og þess skaða sem málið hefur valdið mér vegna ærumissis og skerts aflahæfis. Nú hefur mér loksins borist bréf frá embætti sérstaks saksóknara, dagsett 9. febrúar 2011. Þar stendur orðrétt: "Hér með tilkynnist, með vísan í 4. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, að rannsókn málsins gagnvart Magnúsi Ármann hefur verið hætt". Rannsókn sérstaks saksóknara hefur semsagt leitt í ljós að ég aðhafðist ekkert ólöglegt við kaup Ímon á bréfum í Landsbankanum og ég er því ekki lengur grunaður um umboðssvik eða markaðsmisnotkun. Það eru ekki nýjar fréttir fyrir mig að ég sé saklaus en að sjálfsögðu er þungu fargi af mér létt. Ímon málið hefur valdið mér miklum skaða þar sem mér var ranglega stillt upp sem brotamanni en ekki tjónþola. Mér vitanlega voru engir aðrir fjárfestar sem keyptu bréf í bönkunum með sambærilegum hætti í aðdraganda hrunsins með stöðu sakbornings í rannsóknum opinberra aðila. Í fjölmiðlum var talað um aðra fjárfesta sem fórnarlömb á meðan ég var kallaður glæpamaður. Ég vil taka það fram að ég er ekki hafður fyrir sök í neinu öðru máli. Hins vegar standa enn spjót á mér og félögum sem tengjast mér vegna skulda þeirra. Ég hef sjálfur gengist í ábyrgð fyrir hluta þessara skulda og ætla mér að standa skil á því sem mér ber persónulega, þó það kunni að taka langan tíma. En það liggur fyrir að nokkur eignarhaldsfélög sem tengjast mér standa höllum fæti og munu enda í þroti, með tilheyrandi tapi sem að mestu mun lenda á gömlu bönkunum og þar með erlendum kröfuhöfum þeirra. Fyrir þá sem hafa áhuga, þá er stutta útgáfan af minni viðskiptasögu þessi: Ég hagnaðist verulega á viðskiptum með bresk smásölufyrirtæki á árunum 2001-2006. Eftir þessi vel heppnuðu viðskipti (sem meðfjárfestar mínir högnuðust einnig á, m.a. bankarnir um fleiri milljarða) kom ég heim með mikið eigið fé og hóf að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum, mest fjármálafyrirtækjum, og oft í samstarfi við aðra fjárfesta. Ég spilaði djarft eins og svo margir aðrir, lagði allt of mikið undir og hafði greiðan aðgang að lánum, enda voru allir bankar fullir af ódýru fjármagni; lánabólan var á fullu gasi. Allt gekk þetta vel 2005-2006 og fram til 2007 en svo sprakk bólan 2008. Fyrirtækin hrundu eitt af öðru og nær allar eignir mínar urðu verðlausar en eftir sátu stökkbreyttar skuldir í nokkrum eignarhaldsfélögum. Ég gat ekki séð fyrir hrun bankanna. En það er auðvelt að sjá núna að ég fór alltof geyst og margar ákvarðanir sem ég tók á þessum tíma reyndust rangar, sú glannalegasta auðvitað þessi margumtöluðu kaup Ímon í Landsbankanum rétt fyrir hrun. Ég tók einfaldlega of mikla áhættu og galt fyrir það. Hafa ber þó í huga að viðskiptaákvarðanir snúast um að meta og taka áhættu. Til dæmis tóku erlendir lánveitendur gömlu bankanna, þeir sem mestu hafa tapað, líka mikla áhættu þegar þeir kyntu undir eigna- og lánabólunni hér á landi og guldu á endanum fyrir það. Að lokum vil ég taka fram að ég gagnrýni ekki seinagang sérstaks saksóknara í Ímon málinu. Ég hef skilning á því að rannsókn á málinu hefur tengst öðrum málum sem nauðsynlegt hefur verið að plægja í gegnum. Ég vil líka segja að samskiptin við alla starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafa verið bæði vinsamleg og fagmannleg. Það hefði verið heppilegra fyrir mig, svo ekki sé sterkara að orði kveðið, að sakleysi mitt hefði verið staðfest fyrr. En það er ekki á allt kosið. Ég get líka skilið - upp að ákveðnu marki - hvað fjölmiðlar hafa gert sér mikinn mat úr Ímon málinu. En í mörgum af þessum 217 fréttum var farið yfir strikið og ég og mitt fólk meitt að óþörfu - og að ósekju. Ég vona að því linni núna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun