Goðafoss strandaði við Noreg - 500 til 800 tonn af olíu um borð 17. febrúar 2011 21:40 Mynd frá Redningsselskapet í Noregi. „Við vitum ekki hve miklar skemmdirnar eru, en það er verið að vinna að öllu sem gert er þegar svona gerist," segir Ólafur William Hand markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Eimskip. Enginn í fjórtán manna áhöfn skipsins er slasaður. Flutningaskipið Goðafoss strandaði við Fredrikstad í Østfold í Noregi klukkan hálf níu að norskum tíma þegar það var á leið til Helsingborg í Svíþjóð. Blaðið Dagbladet.no segir að olía leki úr skipinu. Ólafur segir að norska strandgæslan sé á leiðinni á svæðið með flotgirðingar til að koma í veg fyrir olíumengun. „Veðrið og aðstæður á svæðinu eru mjög góðar. Áhöfnin er örugg um borð og eru að vinna sína vinnu þegar svona kemur upp," segir Ólafur en fjórtán manna áhöfn er um borð. Ekki er vitað hvers vegna skipið strandaði en veðrið er, eins og áður segir, mjög gott. „Það er bara verið að vinna í björgunarmálum núna, þetta er skerjagarður, en við vitum ekki hvað hefur gerst, það verður skoðað síðar, nú er verið að vinna að því að koma í veg fyrir mengunarslys," segir Ólafur. Blaðið Aftenposten segir að slagsíða sé komin á skipið, allt að átta til tíu gráður. Þá er einnig haft eftir Paul Overgaard Bust, björgunarmanni á vettvangi, að talsverð olíulykt sé á svæðinu og telja þeir að allt að 500 til 800 tonn af olíu kunni að vera um borð í skipinu og er viðbúnaður því mikill á svæðinu. Goðafoss er 165 metra langur og 28 metrar á breidd og vegur yfir 17 þúsund tonn. Norska Ríkisútvarpið er með beina útsendingu frá slysstað. Hægt er að horfa á NRK1 á Stöð 2 Fjölvarp en einnig er hægt að fylgjast með heimasíðu þeirra hér. Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
„Við vitum ekki hve miklar skemmdirnar eru, en það er verið að vinna að öllu sem gert er þegar svona gerist," segir Ólafur William Hand markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Eimskip. Enginn í fjórtán manna áhöfn skipsins er slasaður. Flutningaskipið Goðafoss strandaði við Fredrikstad í Østfold í Noregi klukkan hálf níu að norskum tíma þegar það var á leið til Helsingborg í Svíþjóð. Blaðið Dagbladet.no segir að olía leki úr skipinu. Ólafur segir að norska strandgæslan sé á leiðinni á svæðið með flotgirðingar til að koma í veg fyrir olíumengun. „Veðrið og aðstæður á svæðinu eru mjög góðar. Áhöfnin er örugg um borð og eru að vinna sína vinnu þegar svona kemur upp," segir Ólafur en fjórtán manna áhöfn er um borð. Ekki er vitað hvers vegna skipið strandaði en veðrið er, eins og áður segir, mjög gott. „Það er bara verið að vinna í björgunarmálum núna, þetta er skerjagarður, en við vitum ekki hvað hefur gerst, það verður skoðað síðar, nú er verið að vinna að því að koma í veg fyrir mengunarslys," segir Ólafur. Blaðið Aftenposten segir að slagsíða sé komin á skipið, allt að átta til tíu gráður. Þá er einnig haft eftir Paul Overgaard Bust, björgunarmanni á vettvangi, að talsverð olíulykt sé á svæðinu og telja þeir að allt að 500 til 800 tonn af olíu kunni að vera um borð í skipinu og er viðbúnaður því mikill á svæðinu. Goðafoss er 165 metra langur og 28 metrar á breidd og vegur yfir 17 þúsund tonn. Norska Ríkisútvarpið er með beina útsendingu frá slysstað. Hægt er að horfa á NRK1 á Stöð 2 Fjölvarp en einnig er hægt að fylgjast með heimasíðu þeirra hér.
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira