Viðskipti erlent

ISS í dönsku kauphöllina, stærsta skráningin í 16 ár

Hreingerningarisinn ISS verður skráður í dönsku kauphöllina á næstunni og verður þar um að ræða stærstu nýskráningu félags á síðustu 16 árum í Danmörku. Talið er að núverandi eigendur ISS fái um 13,3 milljarða danskra kr. eða rúmlega 280 milljarða kr. í sinn hlut.

Í fréttum danskra fjölmiðla í dag kemur fram að í augnablikinu séu fjárfestingarsjóðirnir Goldman Sachs Capital Partners og EQT Partners í Svíþjóð. EQT er svo aftur í eigu Wallenberg fjölskyldunnar.

ISS er stærsta fyrirtæki Danmerkur mælt í starfsmannafjölda. Starfsmenn ISS á heimsvísu eru nú tæplega hálf milljón talsins. Fyrirtækið er með rekstur í 53 löndum í Evrópu, Asíu, Norður- og Suður Ameríku og Ástralíu.

Á síðustu 10 árum hefur ISS keypt yfir 600 önnur fyrirtæki sem mun vera Norðurlandamet.

Samkvæmt tilkynningu frá ISS á markaðsskráning fyrirtækisins í kauphöllina í Kaupmannahöfn að skapa því betri aðgang að fjármagnsmörkuðum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×