Innlent

Matreiðslumeistarar án landamæra þurfa stuðning

Erla Hlynsdóttir skrifar
Matreiðslumenn án landamæra veittu aðstoð sína eftir hamfarirnar í Japan.
Matreiðslumenn án landamæra veittu aðstoð sína eftir hamfarirnar í Japan.
Verkefnið Matreiðslumeistarar án landamæra er meðal þess sem núverandi stjórn Heimssamtaka matreiðslumanna (WACS) hefur komið í framkvæmd. Markmið verkefnisins er að útvega og senda næringarrík matvæli og hreint vatn til hamfarasvæða og landa þar sem hungursneyð ríkir.

Gissur Guðmundsson, forseti samtakanna, segir að náttúruhamfarir á undanförnum misserum, svo sem á Haíti og í Japan sýni glögglega hve brýnt sé að útvega bágstöddum fljótt næringarríkan mat og hreint vatn. Hann segir samtökin vilja leggja sitt af mörkum á þessu sviði og það sé hlutverk hins nýja félags WACS.

Frá árinu 2008 hefur fjögurra manna framkvæmdastjórn WACSverið skipuð þremur Íslendingum auk þess sem framkvæmdastjóri samtakanna er Íslendingur.

Kjörtímabili núverandi stjórnar lýkur á næsta ári og hefur þegar verið lagt að íslenska teyminu að gefa kost á sér á næsta kjörtímabili, sem stendur frá 2012 til 2016.

Í núverandi stjórn eru, auk Gissurar, Hilmar B. Jónsson, varaforseti, Helgi Einarsson ritari og Norbert Schmidiger ritari frá Sviss. Framkvæmdastjóri samtakanna er Ragnar Friðriksson og hefur hann aðsetur í sendiráði Íslands í París. Í samtökunum eru um 10 milljónir matreiðslumanna í tæplega 100 aðildarfélögum um allan heim.

Í tilkynningu frá samtökunum segir að brýnir hagsmunir Íslendinga knýja á um að stjórnvöld, Samtök ferðaþjónustunnar og aðrir mikilvægir hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu veiti framboði íslenska teymisins öflugan stuðning á næsta heimssþingi WACS sem fram fer í Suður-Kóreu á næsta ári, og biðla samtökin til þessara aðila um stuðning.

Nánari upplýsingar um samtökin má finna með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×