Afskiptasemi eða ábyrgð? 1. apríl 2011 06:00 Unglingar eru á mikilvægum tímamótum í lífinu. Þeir teljast ekki lengur til barna né heldur eru þau fullorðin. Þau eru þó að fikra sig í áttina að því og það er hlutverk foreldra og annarra forsjáraðila að hjálpa þeim við það. Það gerum við best með því að skapa þeim trausta og örugga umgjörð til að prófa sig áfram í lífinu. Það er mikilvægt að innan þess ramma sem við setjum búum við þeim bæði nægjanleg og viðunandi vaxtarskilyrði. Markmiðið er að þau séu í stakk búin til að takast á við lífið þegar þau stíga út úr honum. Þannig viljum við að þau hafi tækifæri til að upplifa og þekkja mörk sín á öruggan hátt áður en ískaldur raunveruleikinn tekur við. Þannig vonumst við til ð búa til ábyrga einstaklinga. Til þess að hlúa á þennan hátt að börnum og unglingum á Íslandi höfum við ýmis stoðkerfi í samfélaginu auk þess sem foreldrar eru forsjáraðilar barna sinna. Þegar uppeldisstofnanir og foreldrar vinna saman að velferð barna hefur komið í ljós að ákjósanlegustu niðurstöðurnar fást fyrir velsæld barna. Á þessari forsendu byggja Heimili og skóli starf sitt og vinna að því að styðja við foreldra í uppeldishlutverki sínu. Fyrir stuttu kynntu Rannsóknir og greining niðurstöður rannsóknar á áfengisdrykkju íslenskra unglinga á fyrsta ári í framhaldsskóla. Kom þar fram að unglingar byrja nú síður að drekka þegar þeir eru enn í grunnskóla þegar borin eru saman árin 2004, 2007 og 2010. Sú forvarnarvinna sem unnin hefur verið síðustu 15 ár er enn að bera tilskilinn árangur. Aðrar þjóðir hafa horft til okkar um vel heppnað forvarnarstarf á þessu aldursbili. Niðurstöðurnar gefa þó tilefni til að álykta að enn sé þörf á að efla forvarnarstarf á fyrstu árum framhaldsskóla. Forsjáraldur hér á landi er til 18 ára sem þýðir að okkur ber að hafa afskipti af þessum hópi. Ég sit fyrir hönd Heimilis og skóla í SAMAN hópnum sem vinnur nú ötullega að þessum málum. Það hefur komið fram í rannsóknum sem gerðar hafa verið á högum unglinga að það skiptir sköpum um velferð þeirra að frístundastarf og tómstundir séu skipulagðar af ábyrgum aðilum. Með ábyrgum aðilum er átt við foreldra, skóla og aðrar stofnanir sem koma að uppeldi barna. Sýnt hefur verið að líkur á vímuefnaneyslu minnka við ástundum slíkra tómstunda auk þess sem þessi hópur sýnir betri námsárangur. Að sama skapi hafa frístundir sem eru ekki á höndum ábyrgra aðila neikvæð áhrif á velferð unglinga. Þetta eru til dæmis eftirlitslaus partí og það að fara í bæinn á kvöldin án eftirlits. Að ofantöldu má sjá að það er ekki að ástæðlausu að þeir aðilar sem vinna hér að forvarnarmálum vilja standa vörð um unglingaskemmtanir og framkvæmd þeirra. Einstaklingar sem skipuleggja slíkar uppákomur gera það eflaust í góðri trú. Þó ber að gæta þess að þeir hafa ekki þá áralöngu reynslu og þekkingu sem býr að baki þeim sem vinna með börnum og unglingum. Þegar ekki er haft samráð við foreldra eða stofnanir sem hafa aðstöðu til að meta og skipuleggja unglingaskemmtanir er margt sem kann að fara úrskeiðis. Þetta skildi Páll Óskar þegar hann aflýsti balli sem fyrirhugað var á NASA á öskudaginn síðasta. Hann tók ábyrga afstöðu. Til að kynna unglingaskemmtanir nota þeir sem satnda fyrir þeim oftast Facebook sem er auðveld leið til að ná til þessa hóps. Þannig getur kynningin á viðburðinum farið alfarið fram hjá ábyrgðaraðilum barnanna. Sú hefur verið raunin með unglingaböll sem haldin hafa verið undanfarið með leyfi lögreglu. Þetta býður þeirri hættu heim að börnin segi ekki hvert þau eru að fara og koma sér sjálf niður í bæ og heim aftur. Þá eru unglingarnir samankomnir eftirlistslausir niðri í miðbæ fjarri hverfinu sínu og heimili. Þannig ástandi hefur tekist að halda í skefjum með því frábæra forvarnarstarfi sem unnið hefur verið hér undarnfarin ár. Velferðarráð og ÍTR tóku þá afstöðu að álykta gegn því að einkaaðilar gætu haldið skemmtanir án samráðs við þá aðila sem hafa sérstaklega með mál unglinga að gera. Þessar ályktanir nægja lögreglunni til að taka einnig afstöðu gegn slíkum skemmtunum. Ákvarðanir þessara aðila byggjast ekki á því að þeir séu á móti einkaframtaki fólks. Þeir byggja þessar ályktanir á reynslu og þekkingu sem til er um afleiðingar þess að hafa ekki strangt eftirlit með þessum málum. Það er mikilvægt að unglingar fái tækifæri til að fikra sig áfram í lífinu á öruggan máta. Það er hluti af lífinu að skemmta sér. Vettvangur slíkra skemmtana þarf þó að vera innan þess ramma sem allir geta verið sammála um að sé uppbyggilegur og öruggur. Þetta þurfa foreldrar að ræða og meta með hliðsjón af þeim upplýsingum sem eru til um unglinga á Íslandi sem meðal annars er hægt að nálgast á www.rannsoknir.is. Á slíkum upplýsingum eigum við að byggja ákvarðanir um börnin okkar. Ekki því hvort okkur þyki Páll Óskar gordjöss eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Unglingar eru á mikilvægum tímamótum í lífinu. Þeir teljast ekki lengur til barna né heldur eru þau fullorðin. Þau eru þó að fikra sig í áttina að því og það er hlutverk foreldra og annarra forsjáraðila að hjálpa þeim við það. Það gerum við best með því að skapa þeim trausta og örugga umgjörð til að prófa sig áfram í lífinu. Það er mikilvægt að innan þess ramma sem við setjum búum við þeim bæði nægjanleg og viðunandi vaxtarskilyrði. Markmiðið er að þau séu í stakk búin til að takast á við lífið þegar þau stíga út úr honum. Þannig viljum við að þau hafi tækifæri til að upplifa og þekkja mörk sín á öruggan hátt áður en ískaldur raunveruleikinn tekur við. Þannig vonumst við til ð búa til ábyrga einstaklinga. Til þess að hlúa á þennan hátt að börnum og unglingum á Íslandi höfum við ýmis stoðkerfi í samfélaginu auk þess sem foreldrar eru forsjáraðilar barna sinna. Þegar uppeldisstofnanir og foreldrar vinna saman að velferð barna hefur komið í ljós að ákjósanlegustu niðurstöðurnar fást fyrir velsæld barna. Á þessari forsendu byggja Heimili og skóli starf sitt og vinna að því að styðja við foreldra í uppeldishlutverki sínu. Fyrir stuttu kynntu Rannsóknir og greining niðurstöður rannsóknar á áfengisdrykkju íslenskra unglinga á fyrsta ári í framhaldsskóla. Kom þar fram að unglingar byrja nú síður að drekka þegar þeir eru enn í grunnskóla þegar borin eru saman árin 2004, 2007 og 2010. Sú forvarnarvinna sem unnin hefur verið síðustu 15 ár er enn að bera tilskilinn árangur. Aðrar þjóðir hafa horft til okkar um vel heppnað forvarnarstarf á þessu aldursbili. Niðurstöðurnar gefa þó tilefni til að álykta að enn sé þörf á að efla forvarnarstarf á fyrstu árum framhaldsskóla. Forsjáraldur hér á landi er til 18 ára sem þýðir að okkur ber að hafa afskipti af þessum hópi. Ég sit fyrir hönd Heimilis og skóla í SAMAN hópnum sem vinnur nú ötullega að þessum málum. Það hefur komið fram í rannsóknum sem gerðar hafa verið á högum unglinga að það skiptir sköpum um velferð þeirra að frístundastarf og tómstundir séu skipulagðar af ábyrgum aðilum. Með ábyrgum aðilum er átt við foreldra, skóla og aðrar stofnanir sem koma að uppeldi barna. Sýnt hefur verið að líkur á vímuefnaneyslu minnka við ástundum slíkra tómstunda auk þess sem þessi hópur sýnir betri námsárangur. Að sama skapi hafa frístundir sem eru ekki á höndum ábyrgra aðila neikvæð áhrif á velferð unglinga. Þetta eru til dæmis eftirlitslaus partí og það að fara í bæinn á kvöldin án eftirlits. Að ofantöldu má sjá að það er ekki að ástæðlausu að þeir aðilar sem vinna hér að forvarnarmálum vilja standa vörð um unglingaskemmtanir og framkvæmd þeirra. Einstaklingar sem skipuleggja slíkar uppákomur gera það eflaust í góðri trú. Þó ber að gæta þess að þeir hafa ekki þá áralöngu reynslu og þekkingu sem býr að baki þeim sem vinna með börnum og unglingum. Þegar ekki er haft samráð við foreldra eða stofnanir sem hafa aðstöðu til að meta og skipuleggja unglingaskemmtanir er margt sem kann að fara úrskeiðis. Þetta skildi Páll Óskar þegar hann aflýsti balli sem fyrirhugað var á NASA á öskudaginn síðasta. Hann tók ábyrga afstöðu. Til að kynna unglingaskemmtanir nota þeir sem satnda fyrir þeim oftast Facebook sem er auðveld leið til að ná til þessa hóps. Þannig getur kynningin á viðburðinum farið alfarið fram hjá ábyrgðaraðilum barnanna. Sú hefur verið raunin með unglingaböll sem haldin hafa verið undanfarið með leyfi lögreglu. Þetta býður þeirri hættu heim að börnin segi ekki hvert þau eru að fara og koma sér sjálf niður í bæ og heim aftur. Þá eru unglingarnir samankomnir eftirlistslausir niðri í miðbæ fjarri hverfinu sínu og heimili. Þannig ástandi hefur tekist að halda í skefjum með því frábæra forvarnarstarfi sem unnið hefur verið hér undarnfarin ár. Velferðarráð og ÍTR tóku þá afstöðu að álykta gegn því að einkaaðilar gætu haldið skemmtanir án samráðs við þá aðila sem hafa sérstaklega með mál unglinga að gera. Þessar ályktanir nægja lögreglunni til að taka einnig afstöðu gegn slíkum skemmtunum. Ákvarðanir þessara aðila byggjast ekki á því að þeir séu á móti einkaframtaki fólks. Þeir byggja þessar ályktanir á reynslu og þekkingu sem til er um afleiðingar þess að hafa ekki strangt eftirlit með þessum málum. Það er mikilvægt að unglingar fái tækifæri til að fikra sig áfram í lífinu á öruggan máta. Það er hluti af lífinu að skemmta sér. Vettvangur slíkra skemmtana þarf þó að vera innan þess ramma sem allir geta verið sammála um að sé uppbyggilegur og öruggur. Þetta þurfa foreldrar að ræða og meta með hliðsjón af þeim upplýsingum sem eru til um unglinga á Íslandi sem meðal annars er hægt að nálgast á www.rannsoknir.is. Á slíkum upplýsingum eigum við að byggja ákvarðanir um börnin okkar. Ekki því hvort okkur þyki Páll Óskar gordjöss eða ekki.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun