Lífið

Tvær myndir um Þyrnirós í bígerð

Þyrnirós og stjúpan Hailee Steinfeld leikur Þyrnirós í nýrri Hollywood-kvikmynd. Tim Burton er líka að gera kvikmynd um Þyrnirós en hann langar að beina sjónum sínum að sögu stjúpunnar. Og þá myndi Angelina Jolie leika hana.
Þyrnirós og stjúpan Hailee Steinfeld leikur Þyrnirós í nýrri Hollywood-kvikmynd. Tim Burton er líka að gera kvikmynd um Þyrnirós en hann langar að beina sjónum sínum að sögu stjúpunnar. Og þá myndi Angelina Jolie leika hana.
Hailee Steinfeld, sem sló eftirminnilega í gegn í Coen-vestranum True Grit, hefur verið ráðin til að leika Þyrnirós í nýrri Hollywood-kvikmynd. Ekki er búið að ráða leikstjóra myndarinnar en búast má við því að myndin verði fokdýr og stefnt verði að því að setja aðsóknarmet. Samkvæmt fyrstu fréttum segir myndin frá því þegar Þyrnirós er flutt yfir í furðulegan heim drauma sem vonda stjúpan stendur fyrir.

Þessi Þyrnirósar-útgáfa er ekki sú eina sem er í smíðum í draumaverksmiðjunni því Tim Burton hyggst gera sína eigin útgáfu af þessu fræga ævintýri. Eins og við mátti búast þá er Þyrnirósar-útgáfan hans ekki alveg samkvæmt bókinni því hann hyggst einbeita sér að sögu stjúpunnar. Samkvæmt netmiðlum er búist fastlega við því að Angelina Jolie leiki hana en leikkonan hefur lýst því yfir að hún hafi alltaf verið mikill aðdáandi stjúpunnar.

„Og að fá að leika undir stjórn Burtons væri náttúrulega bara frábært.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×