Lífið

Vill grennast fyrir brúðkaupið

Jessica vill gerast sérlegur talsmaður samtaka á borð við Weight Watchers en slúðurblöðin halda að það sé brúðkaupsplott hjá henni.
Jessica vill gerast sérlegur talsmaður samtaka á borð við Weight Watchers en slúðurblöðin halda að það sé brúðkaupsplott hjá henni.
Bandaríska söngkonan Jessica Simpson vill gjarnan gerast sérlegur talsmaður samtaka sem aðstoða fólk við að grennast. Tímaritið The Enquirer heldur því fram að með þessu ætli Simpson að feta í fótspor kvenna á borð við Jennifer Hudson og Valerie Bertinelli sem grenntust mikið eftir að hafa gerst talsmenn slíkra samtaka.

„Jessica er sannfærð að ef hún gengur til liðs við samtök á borð við Jenny Craig, Weight Watchers eða Slim-Fast muni hún aðeins hagnast. Hún mun efla vinsældir sínar og grennast fyrir væntanlegt brúðkaup sitt," var haft eftir innanbúðarmanni. „Jessica hefur gaman af því að vera öðrum konum innblástur og telur að með þessu geti hún aftur náð tengslum við aðdáendur sína."

Simpson tilkynnti stuttu fyrir jól að hún og unnusti hennar, ruðningskappinn Eric Johnson, væru trúlofuð aðeins rúmum mánuði eftir að skilnaður Johnsons við fyrrverandi eiginkonu sína var dómfestur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.