Innlent

Betri Reykjavík fær góðar viðtökur

Yfir 10.000 manns hafa heimsótt samráðsvefinn Betri Reykjavík og lagt fram yfir 200 hugmyndir frá því að vefurinn var opnaður þann 19. október síðastliðinn. Sextán hugmyndir af samráðsvefnum hafa nú verið sendar til formlegrar meðferðar viðkomandi fagráða hjá Reykjavíkurborg að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni.

„Þetta er í fyrsta sinn sem hugmyndir eru teknar af www.betrireykjavik.is en það verður gert mánaðarlega héðan í frá. Meðal hugmynda sem komið hafa fram og fengið hafa flest atkvæði er m.a. fleiri greiðslumátar í strætó, aðstaða fyrir unga vegglistamenn og bætt mannréttindi útigangsfólks og fíkla," segir í tilkynningunni.



Sjálfseignarstofnunin Íbúar Samráðslýðræði rekur vefinn fyrir og í samstarfi við Reykjavíkurborg.

Hér að neðan má sjá þær sextán hugmyndir sem teknar hafa verið til athugunar hjá borginni:

Fleiri greiðslumöguleikar í Strætó

Bjóðum hljómsveitum að troða upp á Lækjartorgi á laugardögum

Setja upp aðstöðu fyrir unga vegglistamenn

Matarmarkað á hafnarbakkann

Að borgin gæti mannréttinda útigangsfólks og fíkla

Ókeypis grænar endurvinnslutunnur í öll hús í Reykjavík

Laga hættulega göngustíga í fossvogi á borgarlandi

Meira skjól í borgina - gróðursetja tré á skipulagðan hátt

Æfingaslár í Hljómskálagarðinn

Sameining höfuðborgarsvæðisins í eitt sveitarfélag

Endurgjaldslaus Flóamarkaður í Reykjavík

Athvarf geðsjúkra, Vin verði opið ÁFRAM

Endurvekja Laugarveg sem verslunargötu, með ferðamenn í huga

Leyfa grunnskólakrökkum að fara í fleiri vettfangsferðir

Opnunartíma sundstaða eins og hann var.



Byggja nýtt eimbað í Sundhöllinni







Fleiri fréttir

Sjá meira


×