Innlent

Skemmtiferðarskipið við Skarfabakka kostaði 83 milljarða

Skemmtiferðaskipið Costa Pacifica kom til Reykjavíkur í morgun og liggur nú við Skarfabakka. Þetta er eitt stærsta skemmtiferðaskip sem kemur til landins í sumar en það er tæp 115 þúsund tonn. Þetta er risavaxið skip, 290 metrar á lengd, með 1500 káetur á 17 hæðum. Það tekur 3780 farþega og er með 1100 manna áhöfn.

Costa Pacifca er ítalskt skip, vígt í júní 2009 og kostaði 83 milljarða króna. Það stoppar ekki stutt í Reykjavíkurhöfn, því það heldur för sinni áfram klukkan níu kvöld en ferðinni er þá heitið til Amsterdam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×