Trommari Sykurmolanna: Cyndi Lauper átti nokkuð góð lög 13. júní 2011 15:45 Sigtryggur var trommuleikari Sykurmolanna. Hann fór ekki á tónleika Cyndi Lauper í Hörpu í gær. Mynd/GVA „Hún átti nú nokkuð góð lög, kerlingin. Ég hlustaði nú samt ekki mikið á hana á sínum tíma. Ekki það að ég sé svo mikill hrokagikkur. Ég hafði bara önnur áhugamál," segir trommuleikarinn og tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson um bandarísku söngkonuna Cyndi Lauper, sem hélt fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu í gærkvöld. Í viðtali við Fréttablaðið segist hún hafa dýrkað Sykurmolana. „Ég veit að landið er mjög fallegt og hef heyrt margar sögur af eldfjöllum og risastórum jöklum. Svo er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum, Sykurmolarnir, frá Íslandi. Ég dýrkaði þá hljómsveit þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið og ég er enn á þeirri skoðun að Björk sé snillingur," segir söngkonan.„Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík" Sigtryggur hafði ekki heyrt af aðdáun Cyndi þegar fréttamaður náði tali af honum. „Hún var auðvitað mikill og flottur performer. Ég lá meira í einhverju öðru og hlustaði mikið á tónlist frá Afríku og Suður-Ameríku aðallega. Ég var ekki mikið að hlusta á breska og bandaríska tónlist. Það er bara staðreynd málsins en Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík."Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992. Mynd/GVASpurður hvort aðdáun söngkonunnar komi honum á óvart svarar Sigtryggur: „Já og nei. Ég spái aldrei í svona hluti í rauninni en það er bara gaman til þess að hugsa að Sykurmolarnir hafi haft áhrif á umhverfi sitt. Það stendur eiginlega upp úr og það er heiður og ánægja." Sigtryggur var ekki á tónleikunum í Hörpu og segir slíkt aldrei hafa staðið til. „Ég var að spila í Prag og Bergen á föstudag og laugardag með FM Belfast og Hjálmum. Þetta var tilfallandi en við vorum að safna efni. Við höfum verið að safna efni af íslenskum hljómsveitum að spila vítt og breitt.“ Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Hún átti nú nokkuð góð lög, kerlingin. Ég hlustaði nú samt ekki mikið á hana á sínum tíma. Ekki það að ég sé svo mikill hrokagikkur. Ég hafði bara önnur áhugamál," segir trommuleikarinn og tónlistarmaðurinn Sigtryggur Baldursson um bandarísku söngkonuna Cyndi Lauper, sem hélt fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu í gærkvöld. Í viðtali við Fréttablaðið segist hún hafa dýrkað Sykurmolana. „Ég veit að landið er mjög fallegt og hef heyrt margar sögur af eldfjöllum og risastórum jöklum. Svo er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum, Sykurmolarnir, frá Íslandi. Ég dýrkaði þá hljómsveit þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið og ég er enn á þeirri skoðun að Björk sé snillingur," segir söngkonan.„Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík" Sigtryggur hafði ekki heyrt af aðdáun Cyndi þegar fréttamaður náði tali af honum. „Hún var auðvitað mikill og flottur performer. Ég lá meira í einhverju öðru og hlustaði mikið á tónlist frá Afríku og Suður-Ameríku aðallega. Ég var ekki mikið að hlusta á breska og bandaríska tónlist. Það er bara staðreynd málsins en Girls Just Want to Have Fun er auðvitað klassík."Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992. Mynd/GVASpurður hvort aðdáun söngkonunnar komi honum á óvart svarar Sigtryggur: „Já og nei. Ég spái aldrei í svona hluti í rauninni en það er bara gaman til þess að hugsa að Sykurmolarnir hafi haft áhrif á umhverfi sitt. Það stendur eiginlega upp úr og það er heiður og ánægja." Sigtryggur var ekki á tónleikunum í Hörpu og segir slíkt aldrei hafa staðið til. „Ég var að spila í Prag og Bergen á föstudag og laugardag með FM Belfast og Hjálmum. Þetta var tilfallandi en við vorum að safna efni. Við höfum verið að safna efni af íslenskum hljómsveitum að spila vítt og breitt.“
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp