Cyndi Lauper dýrkaði Sykurmolana 13. júní 2011 12:15 Harpa var fyrsti viðkomustaður hinnar 57 ára gömlu Cindy Lauper á tónleikaferðalagi hennar um Evrópu sem stendur fram í lok júlí. Hér sést hún í miklu stuði á tónleikunum í gærkvöld. Mynd/Getty „Ég veit ekki mikið um Ísland, en mig hefur alltaf langað til að heimsækja landið. Þegar umboðsmaðurinn minn lét mig vita að það væri möguleiki á að halda tónleika á Íslandi varð ég mjög ánægð," segir bandaríska söngkonan Cyndi Lauper, sem hélt fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu í gærkvöld. Tónleikarnir þóttu heppnast vel þar sem söngkonan lék á alls oddi, að sögn tónleikagests. Cyndi sló í gegn um miðjan níunda áratuginn með ofursmellum á borð við Girls Just Want to Have Fun og Time After Time. Rætt er við hana í helgarblaði Fréttablaðsins og er hægt að nálgast viðtalið hér.Mynd/Getty„Ég veit að landið er mjög fallegt og hef heyrt margar sögur af eldfjöllum og risastórum jöklum. Svo er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum, Sykurmolarnir, frá Íslandi. Ég dýrkaði þá hljómsveit þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið og ég er enn á þeirri skoðun að Björk sé snillingur," segir Cindi meðal annars í viðtalinu. Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég veit ekki mikið um Ísland, en mig hefur alltaf langað til að heimsækja landið. Þegar umboðsmaðurinn minn lét mig vita að það væri möguleiki á að halda tónleika á Íslandi varð ég mjög ánægð," segir bandaríska söngkonan Cyndi Lauper, sem hélt fyrstu tónleikana á Evróputúr sínum í Hörpu í gærkvöld. Tónleikarnir þóttu heppnast vel þar sem söngkonan lék á alls oddi, að sögn tónleikagests. Cyndi sló í gegn um miðjan níunda áratuginn með ofursmellum á borð við Girls Just Want to Have Fun og Time After Time. Rætt er við hana í helgarblaði Fréttablaðsins og er hægt að nálgast viðtalið hér.Mynd/Getty„Ég veit að landið er mjög fallegt og hef heyrt margar sögur af eldfjöllum og risastórum jöklum. Svo er ein af mínum uppáhaldshljómsveitum, Sykurmolarnir, frá Íslandi. Ég dýrkaði þá hljómsveit þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið og ég er enn á þeirri skoðun að Björk sé snillingur," segir Cindi meðal annars í viðtalinu.
Mest lesið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Lífið „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Lífið Rikki G skilar lyklunum að FM957 Lífið Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira