Áramótaheitin fyrir svefnherbergið Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 23. janúar 2011 06:00 Nýtt ár er runnið upp. Á fyrsta degi nýs ár geri ég upp nýliðið ár og fer yfir hvað mér ávannst og hvað hefði mátt betur fara. Ég legg drög að nýju ári og rita áramótaheitin upp í Excel með tilheyrandi undirflokkum og litakóðum. Nýtt ár skal vera skipulagt í þaula og markmiðum náð. Undirstaða þessa skipulags byggir á mikilli sjálfsþekkingu og vissu. Það er nefnilega ótrúlega merkilegt fyrirbæri að vita hvað maður vill. Hraði nútímasamfélagsins gerir miklar kröfur um að einstaklingar viti hvað þeir vilja. Við erum hvött til að velja hratt og örugglega og horfa svo fram á veginn, þitt er valið og það hlýtur að vera rétt. Í allri þessari ákveðni þá gleymdist kynlífið. Við lesum um kynlíf og vitum hvað er hægt að gera og kaupa en við virðumst gleyma að segja rekkjunautnum hvað það er sem við viljum. Uppspretta margra kynlífsvandamála er einmitt samskiptaleysi. Ef þú veist ekki hvað þú vilt eða þorir ekki að segja frá því, hvernig á þá annar einstaklingur að læra á líkama þinn og fullnægja þér? Ung kona lenti nýverið í því að vera sökuð um að „eyðileggja" kynlíf því hún var sífellt „geltandi" skipanir. Þessi ákveðni leiddi til þess að ungi herramaðurinn misst stinninguna og þar með alla kynferðislega löngun. Það sem hefði átt að þykja vænlegur kostur í fari kynlífsfélaga var í hans huga aftur á móti ofaukið og óþægilegt. Daman var sökuð um stjórnsemi, jafnvel heimtufrekju. Ákveðni hennar og vissa um eigin langanir olli honum óþægindum því hann var greinilega ekki að gera allt „rétt" og vissi því ekki „best". Ef hann hefði brotið odd af oflæti sínu og einfaldlega spurt stúlkuna hvað henni fyndist gott þá hefði kynlíf þeirra getað endað ánægjulega fyrir báða aðila. Það er ekki hægt að lesa hugsanir rekkjunautarins, frekar en í öðru. Þú getur reynt að gefa óljósar merkingar með stunum og öðru látbragði en einfaldast væri bara að segja hvað þú vilt. Upptalning á hvað sé óæskilegt gæti verið leiðingjarnt þó það geti verið gott að koma sér saman um nokkra ákveðna hluti. Málið er samt að það þarf að tala saman. Þessi samskipti gera vissulega kröfu á einstaklinginn en slíkar kröfur ættu ekki að vera honum framandi. Þeir sem hafa lesið „The Secret" vita að lykillinn að allri velgengni í lífinu liggur í því að vita hvað maður vill og biðja reglulega um það. Sem umhugsunarefni þessa fyrstu daga ársins þá legg ég til að þú leggir drög að nýju ári sem byggir á bættum kynlífssamskiptum og þar með betra kynlífi fyrir þig og þína! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nýtt ár er runnið upp. Á fyrsta degi nýs ár geri ég upp nýliðið ár og fer yfir hvað mér ávannst og hvað hefði mátt betur fara. Ég legg drög að nýju ári og rita áramótaheitin upp í Excel með tilheyrandi undirflokkum og litakóðum. Nýtt ár skal vera skipulagt í þaula og markmiðum náð. Undirstaða þessa skipulags byggir á mikilli sjálfsþekkingu og vissu. Það er nefnilega ótrúlega merkilegt fyrirbæri að vita hvað maður vill. Hraði nútímasamfélagsins gerir miklar kröfur um að einstaklingar viti hvað þeir vilja. Við erum hvött til að velja hratt og örugglega og horfa svo fram á veginn, þitt er valið og það hlýtur að vera rétt. Í allri þessari ákveðni þá gleymdist kynlífið. Við lesum um kynlíf og vitum hvað er hægt að gera og kaupa en við virðumst gleyma að segja rekkjunautnum hvað það er sem við viljum. Uppspretta margra kynlífsvandamála er einmitt samskiptaleysi. Ef þú veist ekki hvað þú vilt eða þorir ekki að segja frá því, hvernig á þá annar einstaklingur að læra á líkama þinn og fullnægja þér? Ung kona lenti nýverið í því að vera sökuð um að „eyðileggja" kynlíf því hún var sífellt „geltandi" skipanir. Þessi ákveðni leiddi til þess að ungi herramaðurinn misst stinninguna og þar með alla kynferðislega löngun. Það sem hefði átt að þykja vænlegur kostur í fari kynlífsfélaga var í hans huga aftur á móti ofaukið og óþægilegt. Daman var sökuð um stjórnsemi, jafnvel heimtufrekju. Ákveðni hennar og vissa um eigin langanir olli honum óþægindum því hann var greinilega ekki að gera allt „rétt" og vissi því ekki „best". Ef hann hefði brotið odd af oflæti sínu og einfaldlega spurt stúlkuna hvað henni fyndist gott þá hefði kynlíf þeirra getað endað ánægjulega fyrir báða aðila. Það er ekki hægt að lesa hugsanir rekkjunautarins, frekar en í öðru. Þú getur reynt að gefa óljósar merkingar með stunum og öðru látbragði en einfaldast væri bara að segja hvað þú vilt. Upptalning á hvað sé óæskilegt gæti verið leiðingjarnt þó það geti verið gott að koma sér saman um nokkra ákveðna hluti. Málið er samt að það þarf að tala saman. Þessi samskipti gera vissulega kröfu á einstaklinginn en slíkar kröfur ættu ekki að vera honum framandi. Þeir sem hafa lesið „The Secret" vita að lykillinn að allri velgengni í lífinu liggur í því að vita hvað maður vill og biðja reglulega um það. Sem umhugsunarefni þessa fyrstu daga ársins þá legg ég til að þú leggir drög að nýju ári sem byggir á bættum kynlífssamskiptum og þar með betra kynlífi fyrir þig og þína!
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar