Innlent

Á annað hundrað kynferðisbrot kærð á fyrstu fimm mánuðum ársins

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Alls voru 162 kynferðisbrot kærð til lögreglunnar fyrstu fimm mánuði þessa árs samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra. Flest afbrotin voru tilkynnt til lögreglunnar í mars eða 49 kynferðisbrot. Þá voru 33 kynferðisbrot kærð í apríl.

Á sama tímabili fyrir ári síðan voru 153 kynferðisbrot kærð til lögreglunnar. Þá bárust flestar kærurnar í janúar, eða 53 alls.

Í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir árið 2009 kemur fram að 192 kynferðisbrot hefðu verið kærð til lögreglunnar yfir árið.

Þar af voru langflestir gerendur karlmenn, eða rúm 96 prósent. Kærðar konur voru því um fjögur prósent. Ársskýrsla fyrir afbrotatölfræði árið 2010 liggur ekki fyrir.

Athugið að tölur fyrir kynferðisbrot fyrstu fimm mánuðina árið 2011 eru bráðabirgðartölur. Brotin eru talin miðað við hvaða dag þau voru tilkynnt til lögreglunnar. Því þurfa brotin ekki endilega að hafa átt sér stað á þeim tíma sem þau eru kærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×