Innlent

Látnir fái sína eigin heimasíðu

Skilaboð að handan Látnir hafa orðið á nýjum minningarvef.
Skilaboð að handan Látnir hafa orðið á nýjum minningarvef.
Fyrirtæki sem ætlar að opna minningarvef um látna Íslendingar fær engar athugasemdir frá Persónuvernd við þá fyrirætlan að nota upplýsingar úr Þjóðskrá um fæðingardag, dánardag og fæðingarstað látinna einstaklinga.

„Lögráða einstaklingur í lifanda lífi getur fengið sér heimasíðutilkynningu sem verður virk að honum látnum með sérstökum samningi þess eðlis. Um er að ræða forsíðu með mynd, CV [ferilskrá], ættartré, myndir og almennar upplýsingar,“ segir í umsókn félagsins, sem ekki er nefnt í niðurstöðu Persónuverndar. „Með sérstökum samningi geta ættingjar látins einstaklings óskað eftir heimasíðukynningu með sama hætti,“ bætir félagið við. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×