Umfjöllun: KR Íslandsmeistari eftir sannfærandi sigur í Garðabænum Óskar Ófeigur Jónsson í Ásgarði skrifar 19. apríl 2011 21:04 KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í þriðja sinn á fjórum árum og í tólfta sinn frá upphafi eftir sannfærandi fjórtán stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, 109-95, í fjórða leik liðanna úrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla í Ásgarði í Garðabæ. KR vann því úrslitaeinvígið 3-1. Bandaríski bakvörðurinn í KR-liðinu, Marcus Walker, var hreinlega óstöðvandi eins og oft áður í þessarri úrslitakeppni og sá til þess að Garðbæingar áttu aldrei möguleika í kvöld. Miðjan söng "MVP" til hans nær allan leikinn og það hefur sjaldan átt eins vel við og í kvöld enda var þetta nánast einkasýning Marcusar á meðan að lykilmenn eins og Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij voru rólegir. KR-ingar voru strax komnir með þrettán stiga forskot eftir fyrsta leikhlutann, 32-19, og stungu síðan endanlega af í þriðja hlutanum með hinn eldfljóta og stórskemmtilega Marcus Walker í fararbroddi. KR vann leikhlutann 29-22 þar sem Walker skoraði 18 af 40 stigum sínum í leiknum en hann skoraði þá hverja körfuna á fætur annarri úr hraðaupphlaupum. KR var 83-62 fyrir lokaleikhlutann og þá var löngu orðið ljóst að KR-ingar voru að fara að lyfta Íslandsbikarnum í leikslok. Liðin skiptust á körfum í byrjun leiksins en í stöðunni 6-6 skoruðu KR-ingar átta stig í röð, komust í 12-6 og tóku frumkvæðið í leiknum. KR-ingurinn Finnur Atli Magnússon byrjaði leikinn sjóðheitur og skoraði 11 stig á fyrstu rúmum sex mínútum leiksins á meðan KR-liðið komst í 20-12. Fjórar af fimm körfum hans komu eftir stoðsendingar frá Pavel Ermolinskij sem átti sex stoðsendingar á fyrstu átta mínútum leiksins. KR-ingar enduðu síðan leikhlutann á þriggja stiga körfu frá Brynjari Þór Björssyni sem kom KR í 32-19 rétt áður en leikhlutinn rann út. Stjörnumaðurinn Justin Shouse, sem var stigalaus í fyrsta leikhluta, byrjaði annan leikhlutann á því að setja niður tvo þrista í röð og eftir tæplega þriggja og hálfrar mínútna leik í leikhlutanum var Stjarnan búin að minnka muninn í fimm stig, 30-35. Tvær hraðaupphlaupskörfur í röð hjá KR komu muninum upp í níu stig, þá fyrri gerði Finnur eftir stoðsendingu frá Marcus Walker og eftir að Finnur setti síðan niður þrist og kom KR í 42-33 var hann búinn að skora sextán stig á fyrstu sextán mínútum leiksins. Stjörnumenn voru síðan búnir að koma muninum niður í fjögur stig, 38-42, þegar tvær og hálf mínúta var til hálfleiks en þá misstu þeir KR-inga á flug og á rúmum tveimur mínútum fór muninn upp í sextán stig eftir tólf KR-stig í röð. Hreggviður Magnússon og Marcus Walker voru báðir með fimm stig á þessum kafla og var Walker þá kominn með fimmtán stig í leiknum. Justin Shouse náði að laga muninn með tveimur vítum fyrir hálfleik en Stjarnan var engu að síður fjórtán stigum undir, 40-54, þegar gengið var til leikhlés. Justin, Jovan Zdravevski og Fannar Freyr Helgason voru allir komnir með átta stig í hálfleik og voru stigahæstir Garðbæinga en Finnur Atli (16 stig) og Marcus (15 stig) voru í sérflokki hjá KR-liðinu. KR byrjaði seinni hálfleikinn á tveimur körfum og var þá komið 18 stigum yfir, 58-40. Jovan hélt Stjörnunni á lífi með því að skora tíu stig á fyrstu þremur mínútunum í leikhlutanum en þá dugði samt skammt því Marcus Walker var ekki búinn að kólna niður síðan í öðrum leikhlutanum. Marcus setti meðal annars niður tvo hraðaupphlaupsþrista í röð og átti síðan stoðsendingu á Pavel í þeim þriðja. KR var þá komið með 20 stiga forskot eftir aðeins tæplega fimm mínútna leik í seinni hálfleiknum og Walker var þegar búinn að skora 23 stig og 5 stoðsendingar í leiknum. Marcus skoraði á endanum 18 stig í þriðja leikhlutanum sem KR vann 29-22 og var KR-liðið því með 21 stigs forskot, 83-62, fyrir lokaleikhlutann. Stjörnuliðið hélt áfram að berjast og náði að minnka aðeins muninn en það var löngu orðið ljóst að KR-ingar voru að fara að lyfta Íslandsbikarnum í leikslok. Lokamínútnar snérust reyndar upp í hálfgerða vitleysu á meðan Stjörnumenn brutu og brutu og sendu KR-inga ítrekað á vítalínunna. Það gekk því illa að klára leikinn þótt að úrslitin væru löngu ráðin. Stjarnan-KR 95-109Stjarnan: Jovan Zdravevski 20, Renato Lindmets 20/13 fráköst, Marvin Valdimarsson 14/4 fráköst, Justin Shouse 12/6 stoðsendingar, Kjartan Atli Kjartansson 10/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/4 fráköst, Guðjón Lárusson 5, Daníel G. Guðmundsson 3, Dagur Kár Jónsson 2, Ólafur Aron Ingvason 0, Magnús Guðmundsson 0, Christopher Sófus Cannon 0. KR: Marcus Walker 40/6 fráköst/6 stoðsendingar/8 stolnir, Finnur Atli Magnússon 20, Brynjar Þór Björnsson 12, Pavel Ermolinskij 11/13 fráköst/9 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 9/7 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 7, Jón Orri Kristjánsson 4/6 fráköst, Ólafur Már Ægisson 4, Fannar Ólafsson 2, Páll Fannar Helgason 0, Matthías Orri Sigurðarson 0, Ágúst Angantýsson 0. Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Fannar: Tilfinningin alltaf betri og betri Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, lyfti í kvöld Íslandsmeistarabikarnum á loft í þriðja sinn á ferlinum - ávallt með KR. Hann varð Íslandsmeistari í fimmta sinn alls en hann náði þeim áfanga tvívegis er hann spilaði með Keflavík. 19. apríl 2011 22:38 KR Íslandsmeistari 2011 - myndir Það var glatt á hjalla hjá KR-ingum í Ásgarði í gær en þá varð körfuboltalið félagsins Íslandsmeistari eftir afar sannfærandi sigur á Stjörnunni. KR vann einvígi liðanna, 3-1. 20. apríl 2011 08:00 Finnur: Það var komin tími á mig „Þetta er yndisleg tilfinning, ég er búin að horfa á bræður mína báða taka þennan titil, en núna var komið að mér,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörnunni í Ásgarði í kvöld eftir að hafa unnið einvígið 3-1. 19. apríl 2011 23:12 Teitur: KR-ingarnir bara betri Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að betra liðið hafi unnið rimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en KR varð í kvöld meistari eftir sigur á Stjörnunni, 3-1, í lokaúrslitunum. 19. apríl 2011 22:46 Marcus: Frábært að spila fyrir framan þetta fólk „Ég get ekki útskýrt hvernig mér líður,“ sagði Marcus Walker, leikmaður KR, eftir sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld. KR varð Íslandsmeistari eftir að hafa unnið Stjörnuna 3-1 í einvíginu. 19. apríl 2011 22:58 Pavel: Ég á heiminn „Manni líður bara eins og ég eigi heiminn,“ sagði Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, eftir að lið hans hafði hampað Íslandsmeistaratitlinum í Iceland-Express deild karla. KR vann Stjörnuna 3-1 í einvíginu um titilinn stóra. 19. apríl 2011 22:49 Brynjar um Walker: Stórkostlegur "Hann er stórkostlegur og það var ótrúlegt að fylgjast með því hvernig honum óx ásmegin eftir því sem leið á tímabilið.“ 19. apríl 2011 21:52 Brynjar Þór: Auðveldasti titillinn Brynjar Þór Björnsson varð í kvöld Íslandsmeistari í þriðja sinn með KR og segir hann þennan titil hafa verið þann auðveldasta á ferlinum. 19. apríl 2011 22:47 Hrafn: Ég svíf um á skýi „Ég er bara í skýjunum og svíf bara um,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deilda karla. 19. apríl 2011 22:34 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
KR-ingar eru Íslandsmeistarar í körfubolta karla í þriðja sinn á fjórum árum og í tólfta sinn frá upphafi eftir sannfærandi fjórtán stiga sigur á Stjörnunni í kvöld, 109-95, í fjórða leik liðanna úrslitaeinvígi Iceland Express deildar karla í Ásgarði í Garðabæ. KR vann því úrslitaeinvígið 3-1. Bandaríski bakvörðurinn í KR-liðinu, Marcus Walker, var hreinlega óstöðvandi eins og oft áður í þessarri úrslitakeppni og sá til þess að Garðbæingar áttu aldrei möguleika í kvöld. Miðjan söng "MVP" til hans nær allan leikinn og það hefur sjaldan átt eins vel við og í kvöld enda var þetta nánast einkasýning Marcusar á meðan að lykilmenn eins og Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij voru rólegir. KR-ingar voru strax komnir með þrettán stiga forskot eftir fyrsta leikhlutann, 32-19, og stungu síðan endanlega af í þriðja hlutanum með hinn eldfljóta og stórskemmtilega Marcus Walker í fararbroddi. KR vann leikhlutann 29-22 þar sem Walker skoraði 18 af 40 stigum sínum í leiknum en hann skoraði þá hverja körfuna á fætur annarri úr hraðaupphlaupum. KR var 83-62 fyrir lokaleikhlutann og þá var löngu orðið ljóst að KR-ingar voru að fara að lyfta Íslandsbikarnum í leikslok. Liðin skiptust á körfum í byrjun leiksins en í stöðunni 6-6 skoruðu KR-ingar átta stig í röð, komust í 12-6 og tóku frumkvæðið í leiknum. KR-ingurinn Finnur Atli Magnússon byrjaði leikinn sjóðheitur og skoraði 11 stig á fyrstu rúmum sex mínútum leiksins á meðan KR-liðið komst í 20-12. Fjórar af fimm körfum hans komu eftir stoðsendingar frá Pavel Ermolinskij sem átti sex stoðsendingar á fyrstu átta mínútum leiksins. KR-ingar enduðu síðan leikhlutann á þriggja stiga körfu frá Brynjari Þór Björssyni sem kom KR í 32-19 rétt áður en leikhlutinn rann út. Stjörnumaðurinn Justin Shouse, sem var stigalaus í fyrsta leikhluta, byrjaði annan leikhlutann á því að setja niður tvo þrista í röð og eftir tæplega þriggja og hálfrar mínútna leik í leikhlutanum var Stjarnan búin að minnka muninn í fimm stig, 30-35. Tvær hraðaupphlaupskörfur í röð hjá KR komu muninum upp í níu stig, þá fyrri gerði Finnur eftir stoðsendingu frá Marcus Walker og eftir að Finnur setti síðan niður þrist og kom KR í 42-33 var hann búinn að skora sextán stig á fyrstu sextán mínútum leiksins. Stjörnumenn voru síðan búnir að koma muninum niður í fjögur stig, 38-42, þegar tvær og hálf mínúta var til hálfleiks en þá misstu þeir KR-inga á flug og á rúmum tveimur mínútum fór muninn upp í sextán stig eftir tólf KR-stig í röð. Hreggviður Magnússon og Marcus Walker voru báðir með fimm stig á þessum kafla og var Walker þá kominn með fimmtán stig í leiknum. Justin Shouse náði að laga muninn með tveimur vítum fyrir hálfleik en Stjarnan var engu að síður fjórtán stigum undir, 40-54, þegar gengið var til leikhlés. Justin, Jovan Zdravevski og Fannar Freyr Helgason voru allir komnir með átta stig í hálfleik og voru stigahæstir Garðbæinga en Finnur Atli (16 stig) og Marcus (15 stig) voru í sérflokki hjá KR-liðinu. KR byrjaði seinni hálfleikinn á tveimur körfum og var þá komið 18 stigum yfir, 58-40. Jovan hélt Stjörnunni á lífi með því að skora tíu stig á fyrstu þremur mínútunum í leikhlutanum en þá dugði samt skammt því Marcus Walker var ekki búinn að kólna niður síðan í öðrum leikhlutanum. Marcus setti meðal annars niður tvo hraðaupphlaupsþrista í röð og átti síðan stoðsendingu á Pavel í þeim þriðja. KR var þá komið með 20 stiga forskot eftir aðeins tæplega fimm mínútna leik í seinni hálfleiknum og Walker var þegar búinn að skora 23 stig og 5 stoðsendingar í leiknum. Marcus skoraði á endanum 18 stig í þriðja leikhlutanum sem KR vann 29-22 og var KR-liðið því með 21 stigs forskot, 83-62, fyrir lokaleikhlutann. Stjörnuliðið hélt áfram að berjast og náði að minnka aðeins muninn en það var löngu orðið ljóst að KR-ingar voru að fara að lyfta Íslandsbikarnum í leikslok. Lokamínútnar snérust reyndar upp í hálfgerða vitleysu á meðan Stjörnumenn brutu og brutu og sendu KR-inga ítrekað á vítalínunna. Það gekk því illa að klára leikinn þótt að úrslitin væru löngu ráðin. Stjarnan-KR 95-109Stjarnan: Jovan Zdravevski 20, Renato Lindmets 20/13 fráköst, Marvin Valdimarsson 14/4 fráköst, Justin Shouse 12/6 stoðsendingar, Kjartan Atli Kjartansson 10/4 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/4 fráköst, Guðjón Lárusson 5, Daníel G. Guðmundsson 3, Dagur Kár Jónsson 2, Ólafur Aron Ingvason 0, Magnús Guðmundsson 0, Christopher Sófus Cannon 0. KR: Marcus Walker 40/6 fráköst/6 stoðsendingar/8 stolnir, Finnur Atli Magnússon 20, Brynjar Þór Björnsson 12, Pavel Ermolinskij 11/13 fráköst/9 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 9/7 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 7, Jón Orri Kristjánsson 4/6 fráköst, Ólafur Már Ægisson 4, Fannar Ólafsson 2, Páll Fannar Helgason 0, Matthías Orri Sigurðarson 0, Ágúst Angantýsson 0.
Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Fannar: Tilfinningin alltaf betri og betri Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, lyfti í kvöld Íslandsmeistarabikarnum á loft í þriðja sinn á ferlinum - ávallt með KR. Hann varð Íslandsmeistari í fimmta sinn alls en hann náði þeim áfanga tvívegis er hann spilaði með Keflavík. 19. apríl 2011 22:38 KR Íslandsmeistari 2011 - myndir Það var glatt á hjalla hjá KR-ingum í Ásgarði í gær en þá varð körfuboltalið félagsins Íslandsmeistari eftir afar sannfærandi sigur á Stjörnunni. KR vann einvígi liðanna, 3-1. 20. apríl 2011 08:00 Finnur: Það var komin tími á mig „Þetta er yndisleg tilfinning, ég er búin að horfa á bræður mína báða taka þennan titil, en núna var komið að mér,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörnunni í Ásgarði í kvöld eftir að hafa unnið einvígið 3-1. 19. apríl 2011 23:12 Teitur: KR-ingarnir bara betri Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að betra liðið hafi unnið rimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en KR varð í kvöld meistari eftir sigur á Stjörnunni, 3-1, í lokaúrslitunum. 19. apríl 2011 22:46 Marcus: Frábært að spila fyrir framan þetta fólk „Ég get ekki útskýrt hvernig mér líður,“ sagði Marcus Walker, leikmaður KR, eftir sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld. KR varð Íslandsmeistari eftir að hafa unnið Stjörnuna 3-1 í einvíginu. 19. apríl 2011 22:58 Pavel: Ég á heiminn „Manni líður bara eins og ég eigi heiminn,“ sagði Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, eftir að lið hans hafði hampað Íslandsmeistaratitlinum í Iceland-Express deild karla. KR vann Stjörnuna 3-1 í einvíginu um titilinn stóra. 19. apríl 2011 22:49 Brynjar um Walker: Stórkostlegur "Hann er stórkostlegur og það var ótrúlegt að fylgjast með því hvernig honum óx ásmegin eftir því sem leið á tímabilið.“ 19. apríl 2011 21:52 Brynjar Þór: Auðveldasti titillinn Brynjar Þór Björnsson varð í kvöld Íslandsmeistari í þriðja sinn með KR og segir hann þennan titil hafa verið þann auðveldasta á ferlinum. 19. apríl 2011 22:47 Hrafn: Ég svíf um á skýi „Ég er bara í skýjunum og svíf bara um,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deilda karla. 19. apríl 2011 22:34 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Fannar: Tilfinningin alltaf betri og betri Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, lyfti í kvöld Íslandsmeistarabikarnum á loft í þriðja sinn á ferlinum - ávallt með KR. Hann varð Íslandsmeistari í fimmta sinn alls en hann náði þeim áfanga tvívegis er hann spilaði með Keflavík. 19. apríl 2011 22:38
KR Íslandsmeistari 2011 - myndir Það var glatt á hjalla hjá KR-ingum í Ásgarði í gær en þá varð körfuboltalið félagsins Íslandsmeistari eftir afar sannfærandi sigur á Stjörnunni. KR vann einvígi liðanna, 3-1. 20. apríl 2011 08:00
Finnur: Það var komin tími á mig „Þetta er yndisleg tilfinning, ég er búin að horfa á bræður mína báða taka þennan titil, en núna var komið að mér,“ sagði Finnur Atli Magnússon, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn gegn Stjörnunni í Ásgarði í kvöld eftir að hafa unnið einvígið 3-1. 19. apríl 2011 23:12
Teitur: KR-ingarnir bara betri Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að betra liðið hafi unnið rimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta en KR varð í kvöld meistari eftir sigur á Stjörnunni, 3-1, í lokaúrslitunum. 19. apríl 2011 22:46
Marcus: Frábært að spila fyrir framan þetta fólk „Ég get ekki útskýrt hvernig mér líður,“ sagði Marcus Walker, leikmaður KR, eftir sigurinn gegn Stjörnunni í kvöld. KR varð Íslandsmeistari eftir að hafa unnið Stjörnuna 3-1 í einvíginu. 19. apríl 2011 22:58
Pavel: Ég á heiminn „Manni líður bara eins og ég eigi heiminn,“ sagði Pavel Ermolinskij, leikmaður KR, eftir að lið hans hafði hampað Íslandsmeistaratitlinum í Iceland-Express deild karla. KR vann Stjörnuna 3-1 í einvíginu um titilinn stóra. 19. apríl 2011 22:49
Brynjar um Walker: Stórkostlegur "Hann er stórkostlegur og það var ótrúlegt að fylgjast með því hvernig honum óx ásmegin eftir því sem leið á tímabilið.“ 19. apríl 2011 21:52
Brynjar Þór: Auðveldasti titillinn Brynjar Þór Björnsson varð í kvöld Íslandsmeistari í þriðja sinn með KR og segir hann þennan titil hafa verið þann auðveldasta á ferlinum. 19. apríl 2011 22:47
Hrafn: Ég svíf um á skýi „Ég er bara í skýjunum og svíf bara um,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland-Express deilda karla. 19. apríl 2011 22:34
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum