Innlent

Dómur í máli níumenninganna á miðvikudaginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það hefur gengið á ýmsu á Alþingi að undanförnu. Mynd/ Vilhelm.
Það hefur gengið á ýmsu á Alþingi að undanförnu. Mynd/ Vilhelm.
Héraðsdómur Reykjavíkur mun kveða upp dóm í máli ákæruvaldsins gegn níumenningunum, sem ákærðir eru fyrir árás á Alþingi, á miðvikudaginn í næstu viku. Níumenningarnir eru sem kunnugt er ákærðir fyrir árás á Alþingi.

Þriggja daga aðalmeðferð í málinu fór fram í janúar. Þau snerust aðallega um tvennt. Í fyrsta lagi hvort hin meinta árás á Alþingi hafi verið skipulögð fyrirfram og í öðru lagi um hve raunverulegar staðhæfingar þingvarða og lögreglu um ofbeldi séu. Þá var birt umdeilt myndskeið frá Alþingi sem sýnir aðeins fjórar mínútur af hinni meintu árás. Aðrar upptökur voru ekki lagðar fram í dómi.

Fari svo að níumenningarnir verði sakfelldir fyrir árás gegn Alþingi gætu þeir átt von á fangelsi allt frá einu ári og upp í ævilangt fangelsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×