Airwaves fær fimm milljónir 6. janúar 2011 08:00 Framkvæmdastjóri Iceland Airwaves er ánægður með milljónirnar fimm. „Ég fagna því á þessum krepputímum að við skulum fá fimm milljónir inn í Airwaves,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Hátíðin fékk í sinn hlut fimm milljónir króna úr ríkissjóði á fjárlögum 2011 sem voru ákveðin fyrir jól. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin fær styrk úr ríkissjóði en undanfarin ár hefur hún fengið styrk frá Reykjavíkurborg, sem á síðasta ári nam sex milljónum króna. „Allar sambærilegar hátíðir á Íslandi hafa verið á fjárlögum í dálítinn tíma. Það var eitt af fyrstu verkefnum mínum að sækja um þetta og leiða að því sjónir að þessi hátíð væri að skila það miklu að það væri mikilvægt að myndarlegir styrkir kæmu frá hinu opinberlega til hennar,“ segir Grímur. „Auðvitað erum við þakklát fyrir þetta en þetta eru engar stórar upphæðir í heildarsamhenginu. Það er alltaf gott að fá eitthvað sem tryggir einhvers konar lágmarksrekstur. Styrkurinn frá Reykjavíkurborg og þessi styrkur eru mjög góðir fyrir okkur.“ Lengi hefur verið barist fyrir því að stjórnvöld veiti meiri styrki til Airwaves. Leiða má að því líkur að jákvæð skýrsla Tómasar Young um þá miklu veltu sem hefur skapast í kringum þá erlendu gesti sem koma á hátíðina hafi átt sinn þátt í að opna augu stjórnvalda og um leið budduna. „Þetta er svo mikilvægt, því að þetta skilar sér. Þarna er verið að fjárfesta aura og græða tugi króna,“ segir Grímur.- fb Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulan Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira
„Ég fagna því á þessum krepputímum að við skulum fá fimm milljónir inn í Airwaves,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Hátíðin fékk í sinn hlut fimm milljónir króna úr ríkissjóði á fjárlögum 2011 sem voru ákveðin fyrir jól. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin fær styrk úr ríkissjóði en undanfarin ár hefur hún fengið styrk frá Reykjavíkurborg, sem á síðasta ári nam sex milljónum króna. „Allar sambærilegar hátíðir á Íslandi hafa verið á fjárlögum í dálítinn tíma. Það var eitt af fyrstu verkefnum mínum að sækja um þetta og leiða að því sjónir að þessi hátíð væri að skila það miklu að það væri mikilvægt að myndarlegir styrkir kæmu frá hinu opinberlega til hennar,“ segir Grímur. „Auðvitað erum við þakklát fyrir þetta en þetta eru engar stórar upphæðir í heildarsamhenginu. Það er alltaf gott að fá eitthvað sem tryggir einhvers konar lágmarksrekstur. Styrkurinn frá Reykjavíkurborg og þessi styrkur eru mjög góðir fyrir okkur.“ Lengi hefur verið barist fyrir því að stjórnvöld veiti meiri styrki til Airwaves. Leiða má að því líkur að jákvæð skýrsla Tómasar Young um þá miklu veltu sem hefur skapast í kringum þá erlendu gesti sem koma á hátíðina hafi átt sinn þátt í að opna augu stjórnvalda og um leið budduna. „Þetta er svo mikilvægt, því að þetta skilar sér. Þarna er verið að fjárfesta aura og græða tugi króna,“ segir Grímur.- fb
Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Fleiri fréttir Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulan Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Sjá meira