Lífið

Airwaves fær fimm milljónir

Framkvæmdastjóri Iceland Airwaves er ánægður með milljónirnar fimm.
Framkvæmdastjóri Iceland Airwaves er ánægður með milljónirnar fimm.
„Ég fagna því á þessum krepputímum að við skulum fá fimm milljónir inn í Airwaves,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves.

Hátíðin fékk í sinn hlut fimm milljónir króna úr ríkissjóði á fjárlögum 2011 sem voru ákveðin fyrir jól. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin fær styrk úr ríkissjóði en undanfarin ár hefur hún fengið styrk frá Reykjavíkurborg, sem á síðasta ári nam sex milljónum króna.

„Allar sambærilegar hátíðir á Íslandi hafa verið á fjárlögum í dálítinn tíma. Það var eitt af fyrstu verkefnum mínum að sækja um þetta og leiða að því sjónir að þessi hátíð væri að skila það miklu að það væri mikilvægt að myndarlegir styrkir kæmu frá hinu opinberlega til hennar,“ segir Grímur. „Auðvitað erum við þakklát fyrir þetta en þetta eru engar stórar upphæðir í heildarsamhenginu. Það er alltaf gott að fá eitthvað sem tryggir einhvers konar lágmarksrekstur. Styrkurinn frá Reykjavíkurborg og þessi styrkur eru mjög góðir fyrir okkur.“

Lengi hefur verið barist fyrir því að stjórnvöld veiti meiri styrki til Airwaves. Leiða má að því líkur að jákvæð skýrsla Tómasar Young um þá miklu veltu sem hefur skapast í kringum þá erlendu gesti sem koma á hátíðina hafi átt sinn þátt í að opna augu stjórnvalda og um leið budduna.

„Þetta er svo mikilvægt, því að þetta skilar sér. Þarna er verið að fjárfesta aura og græða tugi króna,“ segir Grímur.- fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.