Innlent

Bandaríkjamenn líklegri til að lenda í tölvuvandræðum

Bandaríkjamenn gætu margir lent í töluverðum vandræðum með nýju IPv6 tölurnar
Bandaríkjamenn gætu margir lent í töluverðum vandræðum með nýju IPv6 tölurnar Mynd/ AP
Bandaríkjamenn eru mun líklegri en Íslendingar til að lenda í vandamálum tengdum IP-tölu breytingunni sem mörg stór fyrirtæki á borð við Google, Facebook og Yahoo eru að prufukeyra í dag að sögn Hjálmtýrs Hafsteinssonar, dósents í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Íslendingana sem enn tengjast við internetið í gegnum módem megi nánast telja á annari hendi, ef þeir eru yfirleitt einhverjir.

IP-tölur, sem gefnar eru hverju nettengdu tæki og gera nettenginguna sjálfa mögulega, eru nú farnar að vera af skornum skammti og hefur nýtt kerfi því verið skapað. Í dag eru mörg stór netfyrirtæki að prófa þetta kerfi en það gæti ollið þeim vandræðum sem styðjast við gamlar módemtengingar og gætu sumir jafnvel alls ekki náð að tengjast.

Hjálmtýr segir að þó svo að tæknin sé langt komin í Bandaríkjunum sé hún ekki eins útbreidd og margur myndi halda. Hann segist hafa rekist á að sumt fólk þar í landi sé enn að styðjast við MS-DOS og eldgamla tækni sem þarf jafnvel að tengja við símtólið í heimasímanum. Það séu því margir Bandaríkjamenn sem styðjist enn við módemtengingar og og gætu þar af leiðandi lent í hvimleiðum vandamálum tengdum IP-tölu breytingunni.

Flestir Íslendingar eru hinsvegar löngu komnir með nýrri tengingar við netið og munu símafyrirtækin geta leyst öll vandamál sem gætu komið upp hjá ADSL notendum. Hjá venjulegum íslenskum notendum mun breytingin því eiga sér stað án þess að við tökum mikið eftir því.


Tengdar fréttir

Hættir internetið á morgun, þann 8. júní?

Sökum skorts á svokölluðum IP tölum, sem eru nauðsynlegar til að gera internettengingu mögulega, mun Google ásamt fleiri internetfyrirtækjum kveikja á nýju kerfi á morgun en það gæti leitt til þess að þeir sem eiga gamlar tölvur nái hreinlega ekki að tengjast netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×