Innlent

Fallið frá því að láta hlutfall af veiðigjaldi renna til sveitarfélaga

Höskuldur Kári Schram: skrifar
Minna kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar nær til breytinga sem eiga taka gildi á næsta fiskveiðiári.
Minna kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar nær til breytinga sem eiga taka gildi á næsta fiskveiðiári.
Verulegar breytingar voru gerðar á minna kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þegar málið var afgreitt með ágreiningi úr sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í morgun. Fallið hefur verið frá áformum um að láta fimmtán prósent af veiðigjaldi renna til sveitarfélaga.

Minna kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar nær til breytinga sem eiga taka gildi á næsta fiskveiðiári.

Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpinu þegar málið var afgreitt úr sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd Alþingis í morgun en ríkisstjórnin leggur áherslu að klára málið á yfirstandandi þingi.

Fallið hefur verið frá áformum um að búa til nýjan flokk smábáta í strandveiðikerfinu og var þá tekin út grein er varðar viðbótarkvóta í keilu og löngu.

Stærsta breytingin snýr að ráðstöfun veiðigjalds en upphaflega var gert ráð fyrir því að fimmtán prósent af veiðigjaldi rynni til sveitarfélaga. Þessi grein var felld út og bíður nánari útfærslu í haust.

Sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa gagnrýnt frumvarpið harkalega og enginn sátt náðist um afgreiðslu málsins á fundi nefndarinnar í morgun. Sjálfstæðismenn ætla að skila séráliti sem og framsóknarmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×