Innlent

ASÍ á móti "litla" kvótafrumarpinu

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
ASÍ getur ekki mælt með samþykkt „litla" kvótafrumvarpsins en leggur þess í stað til að sumarið verði nýtt til þess að vinna að nauðsynlegum breytingum á fiskveiðistjórnarkerfinu í víðtæku samráði. Í umsögn ASÍ segir að í núverandi mynd veiki frumvarpið rekstrargrundvöll sjávarútvegsins, það veiki stöðu þeirra sem hafa aðalstarf sitt af fiskveiðum og fiskvinnslu auk þess að ýta undir leigubrask og mismunun.

Að mati sambandsins er erfitt að átta sig á meginmarkmiðum frumvarpsins þrátt fyrir að það geri ráð fyrir margháttuðum breytingum á stjórn fiskveiða.

ASÍ segir að við skoðun á frumvarpinu komi í ljós að það muni:



  • Veikja rekstargrundvöll sjávarútvegsins. Slíkt mun leiða til þess að gengi krónunnar verður veikara en ella og lífskjör lakari.
  • Veikja stöðu þeirra sem hafa aðalstarf sitt af fiskveiðum og fiskvinnslu.
  • Ýta undir leigubrask og skammtímahugsun í stað þess að setja því skorður.
  • Auka á pólitískar valdheimildir ráðherra, án þess að færð séu sterk rök fyrir að það fyrirkomulag sé heppilegra en skýrar og gagnsæjar reglur.
  • Leggja til fyrirkomulag á ráðstöfun veiðigjaldi til sjávarbyggða sem orkar tvímælis og ýtir undir óréttlæti og mismunun.


„Sem fyrr segir leggst ASÍ gegn því að frumvarpið verði samþykkt í núverandi mynd, mikilvægt sé að leita sátta og samráðs um nauðsynlegar breytingar á því," segir ennfremur og að lokum: „Furðu vekur hversu skamman tíma ASÍ fékk til umsagnar um þetta risastóra hagsmunamál þjóðarinnar eða rétt rúmlega eina helgi."

Umsögn ASÍ má í heild sinni lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×