Vill að stjórnvöld hefji strax samræður við Kanada um gjaldmiðlamál Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. júní 2011 11:54 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. Kanadískir embættismenn, m.a frá Seðlabanka Kanada, áttu óformlega fundi hér á landi í febrúar síðastliðnum með íslenskum kaupsýslumönnum, þar sem m.a voru ræddar hugmyndir um upptöku Kanadadollars sem gjaldmiðils hér á landi, eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku. Komið hefur fram að bæði Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, og fjármálaráðuneytið í Kanada eru jákvæð í garð þess að skoða gjaldmiðlasamstarf við íslensk stjórnvöld með upptöku Kanadadollars en engar viðræður í þá veru hafa átt sér stað milli stjórnvalda ríkjanna. Jón Steinsson, doktor í hagfræði og lektor við Columbia háskóla, hefur verið jákvæður í garð þessarar hugmyndar en hann segir að peningamálastjórn hafi verið til fyrirmyndar í Kanada undanfarna áratugi. Efnahagur Kanada sé á margan hátt líkur efnahag Íslands og bæði löndin flytji út mikið af hrávöru sem þýði að sveiflur í hrávöruverðum á heimsmarkaði hafi áhrif hagkerfi beggja ríkjanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að að ræða málið til hlítar. Kanadískur dollar sé áhugaverður kostur. „Ég er búinn að fylgjast með þessu í dálítinn tíma og sé að þetta er alvöru mál, alvöru umræða sem er búið að leggja mikla vinnu í. Það væri fráleitt að slá þetta út af borðinu. Einmitt við þessar aðstæður þurfum við að skoða alla möguleika til hlítar. Ég var í Kanada fyrir nokkrum vikum og hitti þar öldungardeildarþingmann sem þekkti til þessa máls. Svo að tvímælalaust er þetta eitthvað sem við eigum að skoða." Veist þú til þess frá fyrstu hendi að Kanadamenn séu spenntir fyrir þessu? „Já, ég veit af nokkrum, bæði embættismönnum og stjórnmálamönnum sem hafa fylgst með þessu og lýst velvilja í garð Íslendinga og áhuga á því að taka upp aukið samstarf í efnahagsmálum. Enda þjónar það hagsmunum Kanada ekki síður en okkar. Nú eru miklir hagsmunir undir á norðurslóðum. Menn eru að keppast um þær. Bandaríkjamenn einbeita sér að Grænlandi, vilja draga það nær sér frá Evrópu, en Kanadamenn sjá sér hag í því að mynda sterk tengsl við Ísland," segir Sigmundur Davíð. Hann segir að til skamms tíma sé mikilvægt að styðja við krónuna hins vegar þurfi að skoða aðra kosti sem langtímalausn. „Það er samt ekki seinna vænna að byrja að skoða þessa möguleika og hefja samræður við Kanada til að vita hvaða möguleikar verða fyrir hendi í framtíðinni," segir Sigmundur Davíð. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. 3. júní 2011 12:00 Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir að skoða verði alvarlega möguleikann á tvíhliða gjaldmiðlasamstarfi við Kanada og vill að stjórnvöld hefji strax samræður við kanadísk stjórnvöld til að sjá hvaða möguleikar séu í stöðunni. Kanadískir embættismenn, m.a frá Seðlabanka Kanada, áttu óformlega fundi hér á landi í febrúar síðastliðnum með íslenskum kaupsýslumönnum, þar sem m.a voru ræddar hugmyndir um upptöku Kanadadollars sem gjaldmiðils hér á landi, eins og fréttastofa greindi frá í síðustu viku. Komið hefur fram að bæði Bank of Canada, sem er seðlabanki kanadíska ríkisins, og fjármálaráðuneytið í Kanada eru jákvæð í garð þess að skoða gjaldmiðlasamstarf við íslensk stjórnvöld með upptöku Kanadadollars en engar viðræður í þá veru hafa átt sér stað milli stjórnvalda ríkjanna. Jón Steinsson, doktor í hagfræði og lektor við Columbia háskóla, hefur verið jákvæður í garð þessarar hugmyndar en hann segir að peningamálastjórn hafi verið til fyrirmyndar í Kanada undanfarna áratugi. Efnahagur Kanada sé á margan hátt líkur efnahag Íslands og bæði löndin flytji út mikið af hrávöru sem þýði að sveiflur í hrávöruverðum á heimsmarkaði hafi áhrif hagkerfi beggja ríkjanna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir mikilvægt að að ræða málið til hlítar. Kanadískur dollar sé áhugaverður kostur. „Ég er búinn að fylgjast með þessu í dálítinn tíma og sé að þetta er alvöru mál, alvöru umræða sem er búið að leggja mikla vinnu í. Það væri fráleitt að slá þetta út af borðinu. Einmitt við þessar aðstæður þurfum við að skoða alla möguleika til hlítar. Ég var í Kanada fyrir nokkrum vikum og hitti þar öldungardeildarþingmann sem þekkti til þessa máls. Svo að tvímælalaust er þetta eitthvað sem við eigum að skoða." Veist þú til þess frá fyrstu hendi að Kanadamenn séu spenntir fyrir þessu? „Já, ég veit af nokkrum, bæði embættismönnum og stjórnmálamönnum sem hafa fylgst með þessu og lýst velvilja í garð Íslendinga og áhuga á því að taka upp aukið samstarf í efnahagsmálum. Enda þjónar það hagsmunum Kanada ekki síður en okkar. Nú eru miklir hagsmunir undir á norðurslóðum. Menn eru að keppast um þær. Bandaríkjamenn einbeita sér að Grænlandi, vilja draga það nær sér frá Evrópu, en Kanadamenn sjá sér hag í því að mynda sterk tengsl við Ísland," segir Sigmundur Davíð. Hann segir að til skamms tíma sé mikilvægt að styðja við krónuna hins vegar þurfi að skoða aðra kosti sem langtímalausn. „Það er samt ekki seinna vænna að byrja að skoða þessa möguleika og hefja samræður við Kanada til að vita hvaða möguleikar verða fyrir hendi í framtíðinni," segir Sigmundur Davíð. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. 3. júní 2011 12:00 Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira
Komu til Íslands í vor til að ræða einhliða upptöku Kanadadollars Bæði fjármálaráðuneyti Kanada og Seðlabanki Kanada eru sögð jákvæð fyrir einhliða upptöku kanadísks dollars á Íslandi. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að kanadískir embættismenn hafi komið til Íslands fyrr á þessu ári og rætt þessar aðgerðir við íslenska kaupsýslumenn. 3. júní 2011 12:00
Hægt að taka upp Kanadadollara á þremur mánuðum Það er hægt að taka upp kanadískan dollar á þremur mánuðum sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónu og upptaka hans mun ekki standa í vegi fyrir aðild að Evrópusambandinu, heldur auðvelda hana ef eitthvað er. Þetta segir lektor í hagfræði. 3. júní 2011 19:09