Innlent

Pétur Blöndal sprakk úr hlátri í ræðustól

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, átti erfitt með að haldi andliti í umræðum um fundarstjórn forseta á þingfundi rétt fyrir miðnætti í gærkvöld þegar fram fór umræða um gjaldeyrismál og tollalög.

Þegar Pétur steig í pontu höfðu nokkrir þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks gert athugasemdir við fundarstjórn forseta en þeir vildu meðal annars vita hvort að þingfundurinn myndi standa fram á nótt.

„Í huga mér enduróma einhver gömul orð um það frá háttvirtum forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, að hún ætlaði að stefna að gera Alþingi að fjölskylduvænum vinnustað," sagði Pétur og sprakk úr hlátri og greip fyrir andlit sitt. Hann lagði jafnframt til að stjórnlagaráð beitti sér fyrir því að í stjórnarskrá yrði sett ákvæði þar sem þingmönnum yrði bannað að eiga börn.

Þingfundi var frestað skömmu síðar. Myndskeið frá fjörinu á Alþingi má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×