Innlent

Ekki sér fyrir endann á rannsókninni

„Þetta er viðamikil rannsókn,“ segir Gunnar Páll.
„Þetta er viðamikil rannsókn,“ segir Gunnar Páll. Mynd/GVA
Ekki sér fyrir endann á rannsókn Samkeppniseftirlitsins á meintu samráði Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins á byggingarmarkaði. „Það er ennþá verið að vinna úr gögnum og upplýsingum og það er í sjálfu sér ekki hægt að tímasetja það ennþá hvenær henni lýkur. Þetta er viðamikil rannsókn og það sér ekki fyrir endann á henni,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og Samkeppniseftirlitið framkvæmdu húsleitir hjá Byko og Húsasmiðjunni tvo daga í mars í tengslum við rannsókn á samkeppnislagabrotum, en fyrirtækin tvö og verslunin Úlfurinn eru grunuð um ólögmætt verðsamráð við innflutning og sölu á timbri og annarri grófvöru. Á fjórða tug starfsmanna voru handteknir í tengslum við rannsóknina. Fyrirtækin hafa lýst yfir fullum samstarfsvilja við yfirvöld.

Í samtali við fréttastofu vildi Páll Gunnar ekkert segja til um hvort hann teldi líklegt að rannsókninni ljúki með ákæru. „Um það get ég ekkert sagt á þessu stigi.“




Tengdar fréttir

Fimmtán starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar handteknir

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra handtók í dag fimmtán stjórnendur og starfsmenn Byko hf. og Húsasmiðjunnar hf., vegna meint ólöglegs verðsamráðs. Mennirnir voru færðir til yfirheyrslu. Þá hefur einn starfsmaður verið boðaður til frekari yfirheyrslu.

Lögreglan og Samkeppniseftirlitið gerðu húsleitir

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans og Samkeppniseftirlitið gerðu í dag húsleitir í húsnæði Byko hf., Húsasmiðjunnar hf. og Úlfsins byggingarvörur. Frekari upplýsingar um málið hafa ekki fengist en von er á fréttatilkynningu vegna þess.

Nítján starfsmenn handteknir í húsleitunum

Nítján starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins voru handteknir og færðir til yfirheyrslu í samhliða húsleit ríkislögreglustjóra og Samkeppniseftirlitsins í dag. Lagt var hald á gögn og muni í þágu rannsóknarinnar.

Símhlerunum beitt í meintu samráði

Símhlerunum var beitt í tengslum við rannsókn á samkeppnisbrotum Byko og Húsasmiðjunnar en þannig tókst lögreglu að afla mikilvægra sönnunargagna um meint samkeppnisbrot.

Hafna ásökunum um verðsamráð

Byggingavöruverslanirnar BYKO og Húsasmiðjan hafna báðar ásökunum um brot á samkeppnislögum. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og Samkeppniseftirlitið gerðu húsleitir hjá báðum þessum aðilum í morgun. Auk þess var húsleit gerð hjá byggingavöruversluninni Úlfurinn. Til skoðunar er meint verðsamráð milli aðila á byggingavörumarkaði.

Öllum sleppt í samráðsmáli Byko og Húsasmiðjunnar

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur í dag, yfirheyrt alls sautján manns sem allir eru stjórnendur eða starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar hf. Þetta kemur fram í tillkynningu frá ríkislögreglustjóra.

Þrír sendir í frí vegna verðsamráðsmálsins

Þrír starfsmenn Húsasmiðjunnar hafa verið sendir í tímabundið leyfi frá störfum vegna verðsamráðsmálsins. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra og Samkeppniseftirlitið tvisvar með stuttu millibili handtekið fjölda fólks og gert húsleitir vegna meints verðsamráðs Húsasmiðjunnar, BYKO og Úlfsins byggingavöruverslunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×