Innlent

Enginn hefur lokið greiðsluaðlögun

Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara.
Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Mynd/Valli
Embætti umboðsmanns skuldara hafa borist 2813 umsóknir um greiðsluaðlögun og eru þar meðtaldar 278 umsóknir sem bárust Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna fyrir 1. ágúst 2010. Embættið hefur afgreitt samtals 896 umsóknir en þar af eru 719 mál til vinnslu hjá umsjónarmönnum.

Þetta kemur fram í svari Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem vildi vita hversu margir hefðu lokið greiðsluaðlögun frá því að lög um greiðsluaðlögun tóku gildi. Fram kemur í svarinu að enginn hefur lokið greiðsluaðlögun þar sem samningar um greiðsluaðlögun einstaklinga séu gerðir til eins til þriggja ára en innan við ár er frá því að lög um greiðsluaðlögun tóku gildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×