Nowitzki lét veikindin ekki stöðva sig - Dallas jafnaði metin Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 8. júní 2011 09:00 Dirk Nowitzki skorar hér gegn Joel Anthony í leiknum í gær. AP Dirk Nowitzki og félagar hans í Dallas Mavericks jöfnuðu metin gegn Miami Heat með 86-83-sigri í fjórða leiknum í úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Staðan er 2-2 en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður NBA meistari. Nowitzki skoraði gríðarlega mikilvæga körfu 15 sekúndum fyrir leikslok en hann lék vel þrátt fyrir að vera veikur. Jason Terry tryggði Dallas sigurinn með tveimur vítaskotum 7 sekúndum fyrir leikslok en athygli vekur að LeBron James skoraði aðeins 8 stig. Næsti leikur fer fram á fimmtudag eða réttara sagt aðfaranótt föstudags og hefst hann kl. 1 eftir miðnætti og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Stig Miami: LeBron James 8, Chris Bosh 24, Joel Anthony 4, Dwyane Wade 32, Mike Bibby 0, Mario Chalmers 5, Udonis Haslem 4, Mike Miller 6, Juwan Howard 0.Stig Dallas: Shawn Marion 16, Dirk Nowitzki 21, Tyson Chandler 13, Jose Barea 8, Jason Kidd 0, Jason Terry 17, Brian Cardinal 0, DeShawn Stevenson 11, Brendan Haywood 0. Rick Carlisle þjálfari Dallas hrósaði þýska landsliðsmanninum mikið í leikslok og sagði hann einn þann besta sem hefur leikið í NBA deildinni. „Nowitzki er einn sá besti sem hefur leikið í deildinni. Hann vill fá boltann þegar mest á reynir og hann vill axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka síðasta skotið. Við gerum allt sem við getum til þess að koma honum í þá stöðu," sagði Carlisle í leikslok en Nowitzki skoraði 21 stig og tók 11 fráköst en hann klikkaði á einu víti þriðja leikhluta eftir að hafa skorað úr 39 vítaskotum í röð. Nowitzki var með rúmlega 38 stiga hita fyrir leikinn í gær en þrátt fyrir það skoraði hann 10 stig af alls 21 í fjórða leikhluta. „Þetta eru úrslitin, maður gleymir öllu og lætur ekkert stöðva sig. Það er júní og á þeim árstíma þá fer maður út á völl og leggur sig fram fyrir liðið. Það var það eina sem ég gerði," sagði Nowitzki. Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami Heat en hann náði ekki að koma skoti á körfuna í síðustu sókn Miami. Jason Terry skoraði 17 stig fyrir Dallas og þar af 8 í fjórða leikhluta, Sahawn Marion skoraði 16, Tyson Chandler lét mikið að sér kveða en hann skoraði 13 stig og tók 16 fráköst að auki. Þar af 9 sóknarfráköst. Chris Bosh var góður í liði Miami með 24 stig en LeBron James vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst en hann hitti aðeins úr þremur af alls 11 skotum sínum utan af velli. James hafði skorað 10 stig eða meira í 434 leikjum í röð og Miami er 0-8 í úrslitakeppninni þegar James hefur skorað 15 stig eða minna. Bosh hitti úr 8 af alls 12 skotum sínum í fyrri hálfleik, Wade skoraði 19 stig í síðari hálfleik og hitti úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli. NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Dirk Nowitzki og félagar hans í Dallas Mavericks jöfnuðu metin gegn Miami Heat með 86-83-sigri í fjórða leiknum í úrslitum NBA deildarinnar í nótt. Staðan er 2-2 en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður NBA meistari. Nowitzki skoraði gríðarlega mikilvæga körfu 15 sekúndum fyrir leikslok en hann lék vel þrátt fyrir að vera veikur. Jason Terry tryggði Dallas sigurinn með tveimur vítaskotum 7 sekúndum fyrir leikslok en athygli vekur að LeBron James skoraði aðeins 8 stig. Næsti leikur fer fram á fimmtudag eða réttara sagt aðfaranótt föstudags og hefst hann kl. 1 eftir miðnætti og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.Stig Miami: LeBron James 8, Chris Bosh 24, Joel Anthony 4, Dwyane Wade 32, Mike Bibby 0, Mario Chalmers 5, Udonis Haslem 4, Mike Miller 6, Juwan Howard 0.Stig Dallas: Shawn Marion 16, Dirk Nowitzki 21, Tyson Chandler 13, Jose Barea 8, Jason Kidd 0, Jason Terry 17, Brian Cardinal 0, DeShawn Stevenson 11, Brendan Haywood 0. Rick Carlisle þjálfari Dallas hrósaði þýska landsliðsmanninum mikið í leikslok og sagði hann einn þann besta sem hefur leikið í NBA deildinni. „Nowitzki er einn sá besti sem hefur leikið í deildinni. Hann vill fá boltann þegar mest á reynir og hann vill axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka síðasta skotið. Við gerum allt sem við getum til þess að koma honum í þá stöðu," sagði Carlisle í leikslok en Nowitzki skoraði 21 stig og tók 11 fráköst en hann klikkaði á einu víti þriðja leikhluta eftir að hafa skorað úr 39 vítaskotum í röð. Nowitzki var með rúmlega 38 stiga hita fyrir leikinn í gær en þrátt fyrir það skoraði hann 10 stig af alls 21 í fjórða leikhluta. „Þetta eru úrslitin, maður gleymir öllu og lætur ekkert stöðva sig. Það er júní og á þeim árstíma þá fer maður út á völl og leggur sig fram fyrir liðið. Það var það eina sem ég gerði," sagði Nowitzki. Dwayne Wade skoraði 32 stig fyrir Miami Heat en hann náði ekki að koma skoti á körfuna í síðustu sókn Miami. Jason Terry skoraði 17 stig fyrir Dallas og þar af 8 í fjórða leikhluta, Sahawn Marion skoraði 16, Tyson Chandler lét mikið að sér kveða en hann skoraði 13 stig og tók 16 fráköst að auki. Þar af 9 sóknarfráköst. Chris Bosh var góður í liði Miami með 24 stig en LeBron James vill eflaust gleyma þessum leik sem fyrst en hann hitti aðeins úr þremur af alls 11 skotum sínum utan af velli. James hafði skorað 10 stig eða meira í 434 leikjum í röð og Miami er 0-8 í úrslitakeppninni þegar James hefur skorað 15 stig eða minna. Bosh hitti úr 8 af alls 12 skotum sínum í fyrri hálfleik, Wade skoraði 19 stig í síðari hálfleik og hitti úr 8 af 10 skotum sínum utan af velli.
NBA Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira