Innlent

Eyjamenn áhyggjufullir

Eyjamenn telja að um 16 prósent aflaheimilda hverfi frá Eyjum verði frumvörpin að lögum.
Fréttablaðið/Óskar Friðriksson
Eyjamenn telja að um 16 prósent aflaheimilda hverfi frá Eyjum verði frumvörpin að lögum. Fréttablaðið/Óskar Friðriksson
Bæjarráð Vestmannaeyjabæjar lýsir yfir þungum áhyggjum af frumvörpum ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Í ályktun sem bæjarráðið hefur sent frá sér segir að taki frumvörpin gildi muni það koma harkalega niður á allri þjóðinni þar sem arðbærni og þjóðhagslegri hagkvæmni sjávarútvegsins verði kastað fyrir róða. Þá er lýst furðu á því að frumvörpin séu lögð fram án þess að áhrif þeirra á þjóðarhag hafi verið reiknuð.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×