Umfjöllun og viðtöl: FH - Akureyri 29-29 Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Kaplakrika skrifar 23. nóvember 2011 11:14 Íslandsmeistarar FH og deildarmeistarar Akureyrar skildu í kvöld jöfn í æsispennandi leik í Kaplakrika þar sem jafnt var á nánast öllum tölum eftir kaflaskipta byrjun. Lokatölur voru 29-29 en FH-ingar fengu reyndar tækifæri til að tryggja sér sigurinn úr vítakasti þegar átta sekúndur voru til leiksloka. Stefán Guðnason varði hins vegar frá Þorkeli Magnússyni, sem hafði sýnt mikið öryggi á vítalínunni fram að því og nýtt öll fimm vítin sín. Stefán kom öflugur inn á lokakafla leiksins eftir að félagi hans, Sveinbjörn Pétursson, hafði haft hægt um sig í seinni hálfleiknum. Sveinbjörn átti þó mjög góðan fyrri hálfleik en það dugði Akureyringum ekki til að vera í forystu - staðan í hálfleik var 14-14. Akureyri var tveimur mörkum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir en þá fékk Heimir Örn Árnason, lykilmaður í bæði vörn og sókn, að líta sína þriðju brottvísun og þar með rautt. Að auki fékk hann dæmt á sig víti sem Þorkell skoraði úr og minnkaði þar með muninn í eitt mark. Akureyri hélt í sókn þegar mínúta var eftir en Guðmundur Hólmar Helgason, sem átti annars mjög góðan leik í kvöld, lenti í ógöngum og kastaði boltanum frá sér þegar 20 sekúndur voru eftir. FH hélt í sókn, Ari Magnús Þorgeirsson fiskaði víti og rautt spjald á Heiðar Þór Aðalsteinsson en allt kom fyrir ekki. Gestirnir frá Akureyri voru minnugir þess að hafa tapað með þrettán marka mun fyrir FH í bikarnum fyrr í mánuðinum og byrjuðu leikinn af miklum krafti. Þeir létu FH-inga líta mjög illa út, bæði í vörn og sókn, og komust yfir, 9-4. FH-ingar vöknuðu þá af værum blundi og tóku sér þrettán mínútur í að jafna leikinn á ný. Staðan þá var orðin 11-11 og var svo jafnt á öllum tölum næsta hálftímann eða svo. Bæði lið gátu því gengið nokkuð svekkt af velli en þó prísað sig sæl fyrir að hafa þó fengið eitt stig. Bæði sýndu liðin fína takta en gerðu einnig nóg af mistökum, sem og dómarar leiksins. Taugarnar voru þandar til hins ítrasta og leikurinn hin besta skemmtun. Daníel Freyr Andrésson náði sér vel á strik í leiknum eftir mjög svo rólega byrjun í marki FH-inga. Andri Berg Haraldsson kom einnig sterkur inn sem og Ólafur Gústafsson, sem þurfti þó sex tilraunir til að skora sitt fyrsta mark í leiknum. Bjarni Fritzsson og Oddur Gretarsson voru öflugir sem fyrr og Guðmundur Hólmar sýndi hversu öflug skytta hann getur verið. Hörður Fannar nýtti svo færin sín á línunni mjög vel. Heimir Örn: Raggi Njáls ætlar að koma með comeback ársinsMynd/Stefán„Þeir náðu undirtökunum í seinni hálfleik en samt náðum við að snúa leiknum okkur í hag og ná tveggja marka forystu. Það var rosalega svekkjandi að landa þessu ekki," sagði Heimir Örn en viðtalið má sjá í heild sinni með því að smella á hlekkinn efst í fréttinni. „Þeir gengu á lagið og jöfnuðu." „Það var mjög svekkjandi að hafa ekki fylgt góðri byrjun eftir og vorum við algjörir klaufar í fyrri hálfleik. Menn gerðu einstaklingsmistök og kerfin voru illa spiluð. En svona er bara boltinn." Hann segir þó að þetta sé allt að koma hjá Akureyringum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. „Við erum svekktir með jafntefli á erfiðum útivelli sem sýnir að við erum á réttri leið. Byrjunin á tímabilinu var skrýtin en andskotinn hafi það, þetta hlýtur að vera að koma." „Við eigum enn frábæran, hárlítinn línumann frá Aftureldingu sem kemur vonandi inn fljótlega. Svo má ekki gleyma Ragga Njáls sem ætlar að koma með comeback ársins. Það er margt að gerast fyrir norðan og hver veit nema að við verðum massívir mjög fljótlega." Ólafur: Þurfum að vinna þessa leikiMynd/Stefán„Það var ekkert spes að eiga þetta víti inni þegar það eru sjö sekúndur eftir og fá bara jafntefli. Við getum þó kannski verið sáttir við að fá stigið miðað við hvernig leikurinn var," sagði Ólafur en viðtalið má sjá í heild sinni hér. „Við byrjuðum illa og vörnin var svipuð og í leiknum gegn Fram. Hún var bara ekki til staðar fyrstu tíu mínúturnar." „Sóknarleikurinn var fínn eftir fyrstu tíu mínúturnar. Við vorum að sækja á þá í staðinn fyrir að skjóta af tíu metrunum og var allt annað að sjá til okkar þá." „Miðað við byrjun leiksins voru úrslitin fín en við þurfum samt að vinna þessa leiki. Við þurfum að vinna þessi lið til að vera með í toppbaráttunni, sem við ætlum okkur að taka þátt í." Olís-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Handbolti Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira
Íslandsmeistarar FH og deildarmeistarar Akureyrar skildu í kvöld jöfn í æsispennandi leik í Kaplakrika þar sem jafnt var á nánast öllum tölum eftir kaflaskipta byrjun. Lokatölur voru 29-29 en FH-ingar fengu reyndar tækifæri til að tryggja sér sigurinn úr vítakasti þegar átta sekúndur voru til leiksloka. Stefán Guðnason varði hins vegar frá Þorkeli Magnússyni, sem hafði sýnt mikið öryggi á vítalínunni fram að því og nýtt öll fimm vítin sín. Stefán kom öflugur inn á lokakafla leiksins eftir að félagi hans, Sveinbjörn Pétursson, hafði haft hægt um sig í seinni hálfleiknum. Sveinbjörn átti þó mjög góðan fyrri hálfleik en það dugði Akureyringum ekki til að vera í forystu - staðan í hálfleik var 14-14. Akureyri var tveimur mörkum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir en þá fékk Heimir Örn Árnason, lykilmaður í bæði vörn og sókn, að líta sína þriðju brottvísun og þar með rautt. Að auki fékk hann dæmt á sig víti sem Þorkell skoraði úr og minnkaði þar með muninn í eitt mark. Akureyri hélt í sókn þegar mínúta var eftir en Guðmundur Hólmar Helgason, sem átti annars mjög góðan leik í kvöld, lenti í ógöngum og kastaði boltanum frá sér þegar 20 sekúndur voru eftir. FH hélt í sókn, Ari Magnús Þorgeirsson fiskaði víti og rautt spjald á Heiðar Þór Aðalsteinsson en allt kom fyrir ekki. Gestirnir frá Akureyri voru minnugir þess að hafa tapað með þrettán marka mun fyrir FH í bikarnum fyrr í mánuðinum og byrjuðu leikinn af miklum krafti. Þeir létu FH-inga líta mjög illa út, bæði í vörn og sókn, og komust yfir, 9-4. FH-ingar vöknuðu þá af værum blundi og tóku sér þrettán mínútur í að jafna leikinn á ný. Staðan þá var orðin 11-11 og var svo jafnt á öllum tölum næsta hálftímann eða svo. Bæði lið gátu því gengið nokkuð svekkt af velli en þó prísað sig sæl fyrir að hafa þó fengið eitt stig. Bæði sýndu liðin fína takta en gerðu einnig nóg af mistökum, sem og dómarar leiksins. Taugarnar voru þandar til hins ítrasta og leikurinn hin besta skemmtun. Daníel Freyr Andrésson náði sér vel á strik í leiknum eftir mjög svo rólega byrjun í marki FH-inga. Andri Berg Haraldsson kom einnig sterkur inn sem og Ólafur Gústafsson, sem þurfti þó sex tilraunir til að skora sitt fyrsta mark í leiknum. Bjarni Fritzsson og Oddur Gretarsson voru öflugir sem fyrr og Guðmundur Hólmar sýndi hversu öflug skytta hann getur verið. Hörður Fannar nýtti svo færin sín á línunni mjög vel. Heimir Örn: Raggi Njáls ætlar að koma með comeback ársinsMynd/Stefán„Þeir náðu undirtökunum í seinni hálfleik en samt náðum við að snúa leiknum okkur í hag og ná tveggja marka forystu. Það var rosalega svekkjandi að landa þessu ekki," sagði Heimir Örn en viðtalið má sjá í heild sinni með því að smella á hlekkinn efst í fréttinni. „Þeir gengu á lagið og jöfnuðu." „Það var mjög svekkjandi að hafa ekki fylgt góðri byrjun eftir og vorum við algjörir klaufar í fyrri hálfleik. Menn gerðu einstaklingsmistök og kerfin voru illa spiluð. En svona er bara boltinn." Hann segir þó að þetta sé allt að koma hjá Akureyringum eftir erfiða byrjun á tímabilinu. „Við erum svekktir með jafntefli á erfiðum útivelli sem sýnir að við erum á réttri leið. Byrjunin á tímabilinu var skrýtin en andskotinn hafi það, þetta hlýtur að vera að koma." „Við eigum enn frábæran, hárlítinn línumann frá Aftureldingu sem kemur vonandi inn fljótlega. Svo má ekki gleyma Ragga Njáls sem ætlar að koma með comeback ársins. Það er margt að gerast fyrir norðan og hver veit nema að við verðum massívir mjög fljótlega." Ólafur: Þurfum að vinna þessa leikiMynd/Stefán„Það var ekkert spes að eiga þetta víti inni þegar það eru sjö sekúndur eftir og fá bara jafntefli. Við getum þó kannski verið sáttir við að fá stigið miðað við hvernig leikurinn var," sagði Ólafur en viðtalið má sjá í heild sinni hér. „Við byrjuðum illa og vörnin var svipuð og í leiknum gegn Fram. Hún var bara ekki til staðar fyrstu tíu mínúturnar." „Sóknarleikurinn var fínn eftir fyrstu tíu mínúturnar. Við vorum að sækja á þá í staðinn fyrir að skjóta af tíu metrunum og var allt annað að sjá til okkar þá." „Miðað við byrjun leiksins voru úrslitin fín en við þurfum samt að vinna þessa leiki. Við þurfum að vinna þessi lið til að vera með í toppbaráttunni, sem við ætlum okkur að taka þátt í."
Olís-deild karla Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Handbolti Fleiri fréttir Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Sjá meira