Viðskipti innlent

WOW ætlar að fljúga til tólf áfangastaða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lággjaldafélagið WOW Air mun hefja flug til og frá Íslandi um mánaðarmótin maí-júní næstkomandi. Sala á miðum er þegar hafin á vef félagsins.

Skúli Mogensen, stjórnarformaður og aðaleigandi WOW, kynnti fyrirætlanir félagsins á blaðamannafundi í dag. Fram kom á fundinum að félagið muni nýta Airbus A320 flugvélar og verða sæti fyrir 168 farþega í hverri vél. Rýmra verður um farþega en hefur tíðkast hefur hjá lággjaldaflugfélögum. Félagið hyggst bjóða samkeppnishæft verð á þeim flugleiðum sem flogið verður á.

Leiðarkerfi WOW Air mun í upphafi samanstanda af eftirtöldum áfangastöðum: Kaupmannahöfn, London, Berlín, Köln og Stuttgart, Alicante, Basel og Zurich, Varsjá og Kraká og að auki Lyon og París. Flogið verður fjórum sinnum í viku til Kaupmannahafnar og þrisvar í viku til Lundúna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×