Syngur um íslensku konuna á fyrstu sólóplötunni 23. nóvember 2011 13:30 Valur fékk hugmyndina að plötunni eftir að hann söng í jarðarför ömmu sinnar.Fréttablaðið/stefán Valur var eitt sinn kenndur við hljómsveitina Buttercup, en sendir frá sér fyrstu sólóplötuna á næstunni. Valur segir rólega stemningu á plötunni. „Ég er að vinna með svo miklum snillingum þannig að það er ekkert víst að þetta klikki,“ segir tónlistarmaðurinn Valur Heiðar Sævarsson. Um mánaðamótin kemur út fyrsta sólóplata Vals og hefur hún fengið nafnið Íslenska konan. Valur hefur oft verið kenndur við hljómsveit sína Buttercup, sem naut mikilla vinsælda þegar íslenska sveitaballapoppið var hvað mest áberandi í kringum aldamót. Nú vendir hann kvæði sínu í kross, en tónlistin á sólóplötunni á lítið skylt við fjörugt sveitaballapoppið. „Já, þetta er allt öðruvísi fílingur. Það er rólegheita-rauðvínsstemning yfir þessari plötu – allt í frekar rólegu tempói. Þetta er allt önnur pæling.“ Myndi tónlistin ekki ganga í Njálsbúð? „Nei, ég held ég geti fullyrt það. Ekki nema þá kannski fyrir gamla fólkið,“ segir Valur í léttum dúr. Sagan á bak við titil plötunnar hefst í jarðarför ömmu Vals, þar sem hann flutti einmitt lagið Íslenska konan. „Í kjölfarið fór ég að hugleiða þetta og fékk þá hugmynd að búa til smá þemaplötu um þetta yrkisefni. Það tvinnast allt inn í þetta, hvernig upplifun mín af íslensku konunni hefur verið. Það er ýmislegt sem gerist. Það fylgir henni bæði ljós og myrkur. En aðallega ljós, sem betur fer.“ Valur hefur eytt ári í gerð plötunnar sem átti upphaflega að vera einfaldari en raunin varð. „Það fór að hlaðast utan um hana,“ segir Valur. „Þetta er miklu stærri og flottari plata en ég lagði upp með. Sum lög fengu meiri dýpt en ég hélt að væri mögulegt. Það kom einhver andi yfir menn.“ atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Valur var eitt sinn kenndur við hljómsveitina Buttercup, en sendir frá sér fyrstu sólóplötuna á næstunni. Valur segir rólega stemningu á plötunni. „Ég er að vinna með svo miklum snillingum þannig að það er ekkert víst að þetta klikki,“ segir tónlistarmaðurinn Valur Heiðar Sævarsson. Um mánaðamótin kemur út fyrsta sólóplata Vals og hefur hún fengið nafnið Íslenska konan. Valur hefur oft verið kenndur við hljómsveit sína Buttercup, sem naut mikilla vinsælda þegar íslenska sveitaballapoppið var hvað mest áberandi í kringum aldamót. Nú vendir hann kvæði sínu í kross, en tónlistin á sólóplötunni á lítið skylt við fjörugt sveitaballapoppið. „Já, þetta er allt öðruvísi fílingur. Það er rólegheita-rauðvínsstemning yfir þessari plötu – allt í frekar rólegu tempói. Þetta er allt önnur pæling.“ Myndi tónlistin ekki ganga í Njálsbúð? „Nei, ég held ég geti fullyrt það. Ekki nema þá kannski fyrir gamla fólkið,“ segir Valur í léttum dúr. Sagan á bak við titil plötunnar hefst í jarðarför ömmu Vals, þar sem hann flutti einmitt lagið Íslenska konan. „Í kjölfarið fór ég að hugleiða þetta og fékk þá hugmynd að búa til smá þemaplötu um þetta yrkisefni. Það tvinnast allt inn í þetta, hvernig upplifun mín af íslensku konunni hefur verið. Það er ýmislegt sem gerist. Það fylgir henni bæði ljós og myrkur. En aðallega ljós, sem betur fer.“ Valur hefur eytt ári í gerð plötunnar sem átti upphaflega að vera einfaldari en raunin varð. „Það fór að hlaðast utan um hana,“ segir Valur. „Þetta er miklu stærri og flottari plata en ég lagði upp með. Sum lög fengu meiri dýpt en ég hélt að væri mögulegt. Það kom einhver andi yfir menn.“ atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áskorun Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira