Handbolti

Hreiðar: Kallinn er ógleymanlegur

Henry Birgir Gunnarsson í Linköping skrifar

Hreiðar Levý Guðmundsson markvörður kann vel við sig í Svíþjóð enda spilaði hann þar á sínum tíma við góðan orðstír áður en hann ákvað að færa sig yfir til Þýskalands.

Hreiðar tók hraustlega á því á æfingu landsliðsins í gær og þegar allir aðrir leikmenn voru horfnir á braut var hann enn að teygja. Hvernig stendur á því?

Ætli það sé ekki metnaður. Ég er að reyna að vera tilbúinn. Ætla ekki að vera stífur einhvers staðar," sagði Hreiðar léttur en hann bíður spenntur eftir því að mótið byrji.

"Þeir eru ekki búnir að gleyma mér hér í Svíþjóð. Kallinn er ógleymanlegur," sagði Hreiðar og glotti við tönn.

"Ég hlakka til að byrja. Ætla að gera mitt besta og hjálpa liðinu. Mér finnst liðið líta vel út. Það hafa verið ferskar æfingar og menn hafa tekið vel á því. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að gera gott úr þessu móti.

"Fyrsti leikurinn er mjög mikilvægur upp á framhaldið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×