Erlent

Ford hættir að auglýsa í „News of the World“

Bílaframleiðandinn Ford hefur tekið þá ákvörðun að hætta að auglýsa í breska dagblaðinu News of the World eftir að upp komst um víðtækar hleranir sem blaðið beitti í mörg ár. Ford er fyrsta stórfyrirtækið sem tekur þessa ákvörðun en talið er víst að fleiri fylgi í kjölfarið.

Hneykslið hefur vakið mikið umtal í Bretlandi en fyrst var greint frá því að blaðamennirnir hefðu látið sérfræðinga brjótast inn í talhólf ýmissa frægra einstaklinga til þess að ná í fréttir af fræga fólkinu. Nú er að koma á daginn að hleranirnar voru mun víðtækari. Í gær var greint frá því að brotist hafði verið inn á talhólf hjá þrettán ára gamalli stúlku sem hvarf árið 2002 og fannst síðar myrt.

Blaðamennirnir höfðu eytt nokkrum skilaboðum úr síma stúlkunnar eftir að þeir höfðu afritað þau sem varð til þess að vinir og ættingjar trúðu því að hún væri á lífi.

Nú hefur komið á daginn að blaðið gæti einni hafa brotist inn í farsíma hjá aðstandendum þeirra sem létust í sprengjuárásunum í london í júlí árið 2005. Málið hefur vakið gríðarlega hörð viðbrögð í Bretlandi en fyrst þegar það kom upp neyddist þáverandi blaðafulltrúi Davids Camerons forsætisráðherra til þess að segja af sér en hann var ritstjóri á blaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×