Enski boltinn

Aston Villa hafnaði tilboði Liverpool í Stewart Downing

Stewart Downing leikmaður Aston Villa er eftirsóttur og forráðamenn Aston Villa hafa því sett háan verðmiða á enska landsliðsmanninn.
Stewart Downing leikmaður Aston Villa er eftirsóttur og forráðamenn Aston Villa hafa því sett háan verðmiða á enska landsliðsmanninn. AFP
Stewart Downing leikmaður Aston Villa er eftirsóttur og forráðamenn Aston Villa hafa því sett háan verðmiða á enska landsliðsmanninn.  Enskir fjölmiðlar greinar frá því í dag að Liverpool hafi boðið 15 milljónir punda eða rétt um 2,7 milljarða kr. í leikmanninn en  því tilboði hefur Aston Villa hafnað.

Downing er sagður vera efstur á óskalista Kenny Dalglish knattspyrnustjóra Liverpool. Talið er að Aston Villa vilji fá allt að 19 milljónir punda fyrir hinn 26 ára gamla kantmann eða sem nemur 3,5 milljörðum kr.  Downing á tvö ár eftir af samningi sínum við Aston Villa en hann kom til liðsins frá Middlesbrough. Downing hefur ekki hug á því að skrifa undir nýjan samning við Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×