Viðskipti erlent

Olíuverðið hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi og er tunnan af Brentolíunni komin yfir 114 dollara sem er hæsta verðið undanfarnar tvær vikur. Bandaríska léttolían fylgir lit og er komin í tæpa 98 dollara á tunnuna.

Það eru einkum fréttir um minnkandi olíubirgðir í heiminum sem valda þessari hækkun en samkæmt frétt á Reuters hafa fregnir um minnkandi framleiðslu í Kína og áhyggjur af efnahag Evrópu gert það að verkum að olíuverðhækkanir hafa verið hóflegar að undanförnu.

Greining Citigroup bankans spáir því að Brentolían verði komin niður í 90 dollara á tunnuna í september. Mun þar gæta áhrifa af því að Alþjóða orkumálastofnunin er að selja 60 milljónir tunna af neyðarbirgðum sínum til að hamla á móti verðhækkunum. Þar að auki hafa Saudi Arabar ákveðið að auka olíuframleiðslu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×