Viðskipti erlent

Opinbert: Kína siglir framúr Japan

Japan hefur tapað stöðu sinni sem annað stærsta efnahagsveldi heimsins. Kína hefur nú tekið þá stöðu opinberlega, þ.e. samkvæmt hagtölum, en þrálátar fréttir hafa birst á seinni part síðasta árs að þetta væri í raun staðan.

Í frétt um málið á BBC segir að tölur um landsframleiðslu Japan sem gerðar verða opinber skömmu fyrir miðnætti að okkar tíma í nótt sýni að Japan er dottið í þriðja sæti hvað varðar efnahagsveldi heimsins.

Samkvæmt tölunum nam landsframleiðsla Japan á síðasta ári alls um 5,39 trilljónum dollara, það er 5,390 milljörðum dollara sem er hin stjarnfræðilega upphæð rúmlega 630 þúsund milljarðar kr. En þetta dugir ekki til að taka annað sætið. Landsframleiðslan í Kína í fyrra nam nefnilega 5,75 trilljónum dollara.

Fram kemur í frétt BBC að ef haldi sem horfir muni Kína velta Bandaríkjunum af stalli sem stærsta efnahagsveldi heimsins á næstu tíu árum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×