Innlent

Frárennslið hefur engin áhrif haft á sýrustig sjávar

Frá verksmiðju Becromal
Frá verksmiðju Becromal
Frárennsli frá aflþynnuverksmiðju Becromal í Krossanesi við Akureyri hefur engin áhrif haft til hækkunar á sýrustigi sjávar, segir í tilkynningu fra Becromal.

Þetta kemur fram í niðurstöðum af sýnum sem voru tekin í Eyjafirði í gær. Það var Matís sem annaðist sýnatökuna og greiningu á þeim eftir umræðu fyrir helgi um að verksmiðjan losi frárennsli í sjó með háu sýrustigi.

„Sýrustig mældist á bilinu 7,95 til 8,60. Sýrustig sjávar er á bilinu 7,50 til 8,40 og liggja mæligildin í þessari rannsókn á þessu bili," segir í niðurstöðunum frá Matís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×